24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 1
Fimmtán bakarar hófu í gær að baka 100 metra langa tertu í til- efni aldarafmælis Hafnarfjarð- arbæjar. Jón Arilíusson, bak- arameistari í Kökulist, stýrir verkinu. „Eins og gefur að skilja réðum við ekki við að gera þetta einir, þannig að ég fékk rjómann af kollegum mínum til liðs við mig. Þetta er það spennandi að ég þurfti ekki mikið að suða í þeim. Við verðum að jafnaði þrír til fimm að vinna í þessu hverju sinni fram á sunnudag.“ Kökunni verður skipt í 11.250 sneiðar sem gestir og gangandi geta gætt sér á fyrir framan Thorsplanið í Strandgötu á sunnudag kl. 15. Jón bakaði líka afmælisköku bæjarins á 90 ára afmælinu. „Ég hét því þá að gera 100 ára tertuna líka – það rættist.“ Metri fyrir hvert ár 24stundir/Árni Sæberg „Ég er að láta tíu ára markmiðið rætast með þessu“ 24stundirfimmtudagur29. maí 2008100. tölublað 4. árgangur Hvítlaukssmjör me› steinselju Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! Ingvar Sigurðsson er einn þekkt- asti grillmeistari landsins en hann mælir með lambi á grillið fyrir byrjendur, enda varla hægt að klúðra því. Ingvar lumar líka á góð- um uppskriftum. Lamb á grillið GRILLIл32 Benedikt Hjartarson ætlar að synda yfir Ermarsund í sumar sem er gíf- urleg þolraun, bæði andlega og lík- amlega. Benedikt segist þó reyna að láta verkina ekki buga sig og kuld- ann ekki yfirbuga viljann. Líkamleg þolraun HEILSA»30 122% munur á barnaklippingu NEYTENDAVAKTIN »4 Eina klósettið á alþjóðlegu geimstöðinni er bilað og þurfa geimfararnir sem þar dvelja nú að láta bráðabirgðabúnað duga þar til varahlutir berast. Von er á geimferjunni Disco- very í næstu viku og er vonast til að þá takist að laga klósett- ið. Búnaðurinn sem „sturtar“ þvagi út úr stöðinni bilaði skyndilega í síðustu viku eftir notkun eins geimfarans, en umrætt klósett hefur þjónað geimförum þar í sjö ár. aí Eina geimkló- settið bilað GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 73,82 0,59  GBP 146,35 1,01  DKK 15,48 0,02  JPY 0,70 -0,13  EUR 115,48 0,02  GENGISVÍSITALA 148,64 0,24  ÚRVALSVÍSITALA 4.804,40 -0,10  »14 8 10 8 9 12 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Nærri lætur að þriðja til fjórða hver kona yfir fertugu sem verður ólétt láti eyða fóstri. Þetta er svipað hlutfall og verið hefur um árabil. Er þessi aldurshópur næstur á eftir stúlkum undir tví- tugu hvað varðar hátt hlutfall fóstureyðinga. Áhætta með fóstur eykst eftir því sem móðirin er eldri, t.d. eru taldar auknar líkur á Downs- heilkenni. Sóley S. Bender, dósent í hjúkrunar- fræði við Háskóla Íslands, bendir á að þótt vangaveltur um heilbrigði fóstursins séu eðlilega meiri hjá konum yfir fertugu megi hátt hlutfall fóstureyðinga hjá þeim að hluta skýra með því að þær séu oft búnar að ákveða hve mörg börn þær vilja eignast og fylla kvótann. Jafnframt segir hún að þótt íslenskt samfélag hvetji fólk til að eignast börn sé vaxandi tilhneig- ing til að „fólk hugi alvarlega að því fyrirfram hvað barneignir fela í sér svo að sumar treysta sér ekki til að eignast annað barn á þessum aldri“. Fjórða hverju fóstri fertugra og eldri eytt  Konurnar hafa oft ákveðið fjölda barna fyrirfram  Sumar treysta sér ekki í uppeldið ➤ Árið 2006 voru framkvæmdar 42 fóstur-eyðingar hjá konum yfir fertugu auk þess sem hópurinn fæddi 132 börn. Samtals um 176 þunganir. FÓSTUREYÐINGAR 40+ VANTAR FRÆÐSLU UM GETNAÐARVARNIR»4 Víðir Freyr Guðmundsson svaf í Lazyboy-stól í þrjá mánuði og létt- ist um tíu kíló eftir hálsbrot. ,,Ég var kominn með háls eins og ungbarn.“ Svaf sitjandi í þrjá mánuði »2 Efir að framhaldsskólar hafa risið í Mosfellsbæ og Ólafsfirði er reiknað með nýjum skóla í Kópavogi. Síðan er stefnt að því að styrkja núverandi skóla. Þrír framhalds- skólar áætlaðir »22 „Menn mega reka sjóðinn í evrum að uppfylltum lagaforsendum,“ segir iðnaðarráðherra um nýjan áhættusjóð sem fjárfesta á í sprotafyrirtækjum. Frumtak í krón- um eða evrum »10 Þjóðkirkjan hefur sagt prestsekkju að búið sé að selja íbúðarhús sem hún býr í að Prestbakka í Hrúta- firði en það er ekki búið enn. Kirkjan tvísaga um sölu húss »6

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.