24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Rauði þráðurinn - Samfylkingin í beinni Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Útvarp Saga fm 99,4 í dag kl. 17-18. Aðalgestur þáttarins: Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra. Sögulegt orkufrumvarp, ný atvinnu- stefna, byggðamál, hátækni o.fl. Hlustendur geta hringt inn í síma 588 1994 Umsjónarmenn: Skúli Helgason og Katrín Júlíusdóttir Unnið er að því á tveimur kjúk- lingabúum hérlendis að gera öll loftinntök fluguheld. Það er liður í því að koma í veg fyrir kamfýló- baktersmit í fólki. Að sögn Sigurborgar Daðadótt- ur hjá Matvælastofnun er hug- myndin fengin frá Danmörku þar sem samskonar tilraun leiddi í ljós að smit snarminnkaði. „Við vitum það að flugan ber kamfýlóbaktersmit með sér og í Danmörku kom í ljós að það er gríðarlegur fjöldi flugna sem dregst inn í húsin með loftræstingunni. Aðalatriðið er þess vegna að ná loftinntökunum fluguheldum,“ segir hún. Verkefnið er samstarfsverkefni Íslendinga og Kanadamanna og er unnið að því að þróa búnað til að halda flugunum úti. „Ef okkur tekst að stoppa þessa smitleið og búnaðurinn stenst veð- urofsann þá er það lykillinn að því að losna alveg við kamfýlóbakter.“ fifa@24stundir.is Lykill að kamfýlóbakterlausum kjúklingi Flugum úthýst „Þetta er bara einn liður í þeirri nálgun ríkisstjórn- arinnar að setja neytendamálin í öndvegi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður viðkiptanefndar Alþingis, um frumvarp að innheimtulögum sem hann býst fastlega við að verði að lögum á Alþingi í dag enda hafi þingmenn tekið vel í frumvarpið. Staða neytenda styrkt Ágúst segir að með frumvarpinu sé verið að setja ákvæði um góða innheimtuhætti. „Þannig að menn geti ekki hagað sér hvernig sem er,“ segir hann. „Síðan er ákvæði um innheimtuviðvörun en með því er verið að reyna að koma í veg fyrir að skuldarinn verði fyrir óeðlilegum kostnaði,“ segir Ágúst. Með lögunum fær viðskiptaráðherra einnig heimild til þess að setja reglu- gerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sem Ágúst segir miða að því að styrkja stöðu skuldara og neytenda. „Þarna koma að þrír aðilar, skuldari, kröfu- hafi og innheimtuaðli. Hér er verið að gæta að stöðu skuldarans, án þess þó að ganga á rétt kröfuhafa. Að sjálfsögðu verður meginreglan áfram sú að menn eigi að borga sínar skuldir. En skuldari á ekki að taka á sig óeðlilegan kostnað vegna þessa. Þarna erum við að reyna að setja upp sanngjarnt og skynsamlegt kerfi.“ elias@24stundir.is Frumvarp að innheimtulögum verður líklega að lögum í dag Beislar innheimtukostnað Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Ekki hefur enn verið gengið frá sölu á íbúðarhúsi Þjóðkirkjunnar á kirkjusetrinu Prestbakka í Hrúta- firði samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Þór Guðmundssyni, framkvæmdastjóra kirkjuráðs sem fer með framkvæmdavald þjóð- kirkjunnar. Kirkjuþing í fyrra samþykkti að selja íbúðarhús sem stendur á landi Prestbakka. Jóhönnu Helgadóttur, ekkju Yngva Þóris Árnasonar sem var prestur í 38 ár á Prestbakka, hefur þegar verið tilkynnt um það í bréfi að húseignin hafi verið seld og leigusamningurinn við Jóhönnu renni út í lok júní. Jóhanna og fjöl- skylda hennar hafa sóst eftir því að fá að leigja húsið áfram eða að bjóða í það þegar það verður selt. Í bréfinu stendur orðrétt að íbúðar- húsið hafi „þegar verið selt Prest- bakkasókn“. Formaður Prestbakkasóknar, Einar H. Esrason, segir sóknina sjá fyrir sér að húsið verði nýtt sem safnaðarheimili að hluta. Það er á þremur hæðum og segir Einar möguleika vera á því að leigja hluta þess út. „Það ætti að vera hægt að nýta kjallara hússins undir safnaðarheimili en á efri tveimur hæðunum er íbúð sem gott væri að leigja út til einhvers sem þekkir til,“ segir Einar. Kaup sóknarinnar á húsinu verða fjármögnuð með láni frá Jöfnunarsjóði sókna að sögn Einars, en það verður greitt niður með leigupeningum sem kom inn frá íbúum í húsinu. Einar hefur óskað eftir því með bréfi til Prestssetrasjóðs, sem 24 stundir hafa undir höndum, að fá að búa í húsinu og „stunda þar bú- skap, ásamt því að stunda óbreytt- ar nytjar,“ eins og orðrétt segir í bréfinu frá 14. janúar 2004. Að- spurður sagði Einar það óákveðið hver komi til með að búa í húsinu. „Það vekur furðu í þessu máli að einstaklingur kemur fram f.h. sóknarnefndar i því skyni að sókn- in fái húsið keypt sem safnaðar- heimili. Áður hefur eiginkona þessa einstaklings persónulega far- ið fram á að fá jörðina og húsið leigða til búsetu,“ segir Ketill Sig- urjónsson lögmaður. Hann hefur mótmælt því verk- lagi sem þjóðkirkjan hefur viðhaft vegna fyrirhugaðrar sölu á íbúðar- húsinu á Prestbakka fyrir hönd Jó- hönnu. Hann telur ákvarðanir kirkjuráðs, og þar með kirkju- þings, falla undir stjórnsýslulög og því ætti söluferlið allt að vera gagnsærra. „Kirkjuráð hlýtur að taka sig til og skoða þetta mál miklu betur, áður en hlaupið er í vafsamar ákvarðanir,„ segir Ketill Sigurjóns- son. Kirkjan hefur verið treg til þess að gefa upplýsingar um málið eins og Jóhanna og fjölskylda hafa ósk- að eftir. Þessu eru forsvarsmenn kirkj- unnar ósammála og telja að mál- efni kirkjunnar geti verið með- höndluð eins og þau falli undir einkaréttarleg mál, og upplýsinga- gjöf um málið megi því vera á þeim forsendum. Ekki fæst uppgefið hversu mikið Prestbakkasókn greiðir fyrir húsið. Kirkjuþing þessa árs þarf að samþykkja söluna þannig að hún teljist að fullu frágengin. VEISTU UM MÁLIÐ? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Kirkjan tvísaga um sölu á Prestbakka  Prestsekkju gert að fara til að sóknin geti eignast íbúðarhús á kirkjujörð ➤ Jóhanna Helgadóttir bjó ííbúðarhúsi á Prestbakka í 38 ár. Hún hefur ásamt fjöl- skyldu sinni óskað eftir því að fá að leigja íbúðarhús áfram eða kaupa það PRESTBAKKI Prestbakki og biskup Kirkjuþing þarf að sam- þykkja söluna. „Ég mun taka við starfi fram- kvæmdastjóra hjá félagi sem heitir Nýland sem mun sjá um útflutn- ingsmál fyrir Mjólkursamsöluna. Ég mun fyrst og fremst vinna að útflutningsmöguleikum fyrir ís- lenskar mjólkurafurðir,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Auðhumlu sem lætur af störfum hjá félaginu 1. júní næstkomandi. Flytur út skyr „Verkefnið er fyrst og fremst það að auka útflutning á skyri sem er mjög verðmæt afurð og getur þar af leiðandi staðið undir nokkuð þokkalegu skilaverði til bændanna,“ segir Guðbrandur um þau verkefni sem fyrir honum liggja í nýju starfi. „Við höfum verið að selja skyr í Bandaríkj- unum og það hefur gengið alveg ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Það fer einnig töluvert mikið til Evrópu. Í fyrra fengum við tollfrjálsan kvóta innan Evrópu sem skiptir mjólkuriðnaðinn heil- miklu máli. 350 tonn af smjöri og 380 tonn af skyri.“ Hann segir mesta áhersluna hafa verið lagða á Bretland. „Þar erum við með skyr í smásöluverslunum og vonumst til þess að geta bætt við fleiri smá- sölukeðjum.“ Kveður sáttur Guðbrandur segist kveðja Auð- humlu mjög sáttur við þau þrjú ár sem hann hefur starfað hjá félag- inu. „Ég er ákaflega ánægður að hafa náð samkomulagi við Mjólk- ursamsöluna um áframhaldandi samstarf um útflutning mjólkur- afurða en þar tel ég mikil tækifæri liggja fyrir íslenska mjólkurfram- leiðendur,“ segir hann. Magnús Ólafsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur verið ráðinn tímabundið til að leysa Guðbrand af hólmi samhliða starfi sínu. elias@24stundir.is Guðbrandur Sigurðsson lætur af störfum sem forstjóri Auðhumlu Einbeitir sér að skyrútrásinni Þegar grunur er um að lög- reglumaður hafi gerst brotleg- ur í starfi eru mál send rík- issaksóknara til rannsóknar, líkt og gerðist eftir atvikið í 10-11 sem sagt var frá í gær. „Að innra eftirliti snúa úttekt- ir á ákveðnum þáttum og verklagi í löggæslunni,“ segir Guðmundur Guðjónsson, yf- irlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. „Öllu sem snýr að kærum á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætl- að refsivert brot við fram- kvæmd starfa er beint til rík- issaksóknara og fer hann með rannsókn málsins.“ aij Innra eftirlit lögreglu Rannsaka ekki sjálfa sig Í fyrramálið klukkan 8 leggst að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn franska freigátan Tourville. Á dekki skipsins eru 2 þyrl- ur og um borð eru 275 sjólið- ar sem etja munu kappi við ís- lenska sjómenn á hátíð hafs- ins um helgina. Skipið verður opið almenningi milli kl 10 og 12 og 14 og 18 á laugardag og sunnudag. aak Frönsk freigáta Sjóliðar keppa við fiskimenn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.