24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 10
Geir H. Haarde for- sætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöld að frum- vörp um breytingar á eftirlaunalögum og um bætur til þeirra sem dvöldu á Breiða- víkurheimilinu á sín- um tíma komi ekki fram á Alþingi nú í vor. Búast megi við slíkum frumvörpum í haust. Um eftirlaunalögin sagði Geir að formenn stjórn- arflokkanna hefðu rætt það mál og beint þeirri ósk til for- manna annarra stjórnmálaflokka á Alþingi að allir flokkar ynnu sameig- inlega að þessu máli til að finna á því lausn. Hefðu þeir tekið vel í þá málaleitan. Sagði Geir að væntanlega verði unnið í sumar að því þingmáli, sem yrði lagt fram í haust. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagðist fagna því að niðurstaða hefði fengist í þessu máli. mbl Eftirlaun áfram 10 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segir að það sé ekkert minna en kraftaverk að tekist hafi að sauma saman áhættusjóð til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum við þær aðstæður sem nú ríki í fjár- málaheiminum. Frumtak heitir sjóðurinn sem á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum sem komin eru til þess þroska að fyrir liggi ítarleg viðskiptaáætlun. Fleiri komist til þroska Ráðherra er tíðrætt um brú milli Nýsköpunarsjóðs og Tækniþróun- arsjóðs sem er samkomulag á milli sjóðanna sem stuðla á að betri fyrstu skrefum í markaðsþróun hugmynda. „Brúin yfir gjána mun leiða til þess að sprotafyrirtækjum „Það hafa aldrei rekið á mínar fjörur neinar efasemdir um að starfrækja sjóðinn í krónum, en ef hann vill sjálfur reka sig í evrum þá er það skoðun iðnaðarráðherra að hann megi gera það að uppfylltum lagaforsendum,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Kraftaverk í kreppunni Mikil breyting verður á um- hverfi sprotafyrirtækja með tvö- földun framlaga til Tækniþróunar- sjóðs og auknu fé til Nýsköpunarsjóðs. Framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs segir sprotafyrirtækjum nauðsynlegt að stefna á erlenda markaði en sveiflur gengisins séu erfiðar og upptaka evru sé brýnt hagsmunamál fyrir nýsköpun í landinu. sem komast til þroska fjölgar tals- vert á næstu árum og þar eru von- andi mörg ígildi Össurar, Marels og Actavis,“ segir ráðherra. „Nú geta sprotafyrirtæki loksins vaxið og þrifist. Peningar úr sölu Símans fóru í sjóðinn. Lög voru sett árið 2005, en það er fyrst nú sem pen- ingarnir fara að nýtast.“ beva@24stundir.is Kaflaskil og sögulegur árangur, segir Össur Skarphéðinsson Frumtak í krónum eða evrum Álfasala SÁÁ hefst í dag í 19. sinn og keypti Jó- hanna Sigurðardóttir fé- lags- og trygginga- málaráðherra fyrsta álfinn í gær. Unglingadeild var stofnuð við Vog fyrir átta árum og hefur ágóðinn af sölu álfs- ins verið notaður til að styðja við hana. Með stofnun deildarinnar var þjónusta við vímuefnaneytendur á aldrinum 14-19 ára stóraukin og bætt. Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ segir mikilvægt forvarn- arstarf unnið á deildinni. „Oft hafa krakkarnir ekki þróað með sér sjúkdóminn, þó að þau gerðu það ef þau héldu áfram neyslu. Með til- tölulega litlu inngripi er kannski hægt að halda þeim áfram í skóla og þannig missa þau ekki af svo miklu. Það er gríðarlega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og mjög spennandi starf.“ Hann segir mikla áherslu lagða á aðstoð við foreldra. „Stundum er það líka þannig að vandi unglinganna er líka vandi foreldranna.“ aak Álfar fyrir unglingana Ein utandagskrárumræða og 57 þingmál voru á dagskrá Alþingis í gær, en þá var næstsíðasti dag- ur þingsins samkvæmt starfs- áætlun. Enn er margt órætt á Al- þingi, þótt nokkrum málum hafi þegar verið skotið fram í september, en þá heldur sum- arþingið áfram. Þetta er er ný tilhögun eftir að þingskapa- lögum var breytt og minnkar heldur pressuna á að koma mál- um alla leið. Samkvæmt gömlu lögunum þurfti að ljúka málunum al- veg eða byrja upp á nýtt og fara í gegnum þrjár umræður. Þessi nýjung ásamt styttri ræðutíma gefur þinginu annan svip en verið hefur, en breytir því ekki að samningaviðræður fara fram milli flokkanna um af- greiðslu eða frestun umdeildra mála. Málafjöldinn við þinglok er sem fyrr mikill og Vinstri græn, helstu andstæðingar nýrra þingskapalaga, telja litla bót að þeim. Bent er á að ríkisstjórnin hafi komið fram með 61 þingmál, þar af 43 frumvörp eftir að opinber frestur til þess rann út 1. apríl. beva Málahrúgan á fullri ferð í gegn Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Frumvarp til nýrra heildar- laga um sjúkratryggingar er eitt af stærri þing- málum vorsins. Kveðið er á um réttindi einstak- linga til bóta eða heilbrigðis- þjónustu en einnig um öflun og gerð samninga um kaup á heilbrigðis- þjónustu fyrir sjúkra- tryggða. Ný stofnun fer með sjúkra- tryggingarnar og annast líka samninga við heil- brigðisstofnanir, sveitarfélög, sjálfseign- arstofnanir, fyrirtæki og einstaklinga um þjónustuna og endurgjald fyrir hana til sjúkratryggðra einstaklinga. Heilbrigðisráðherra segir að með nýjum lögum skapist svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heil- brigðisþjónustu, meðal annars með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt verði tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang óháð efnahag. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að með þessu sé opinber þjónusta færð til nútímans, sem auki möguleika kynslóða framtíð- arinnar á að njóta sömu gæða í heilbrigðisþjónustu um ókomin ár. Stjórnarandstaðan og Öryrkja- bandalagið telja mörgum spurn- ingum ósvarað um framkvæmd laganna. Í umsögn ÖBÍ segir að gera megi ráð fyrir að rekstur heil- brigðisþjónustu verði í höndum aðila sem ekki lúta stjórnsýslulög- um. ÖBÍ vill setja sérstakt ákvæði inn í lögin um að þeir sem geri þjónustusamning við sjúkratrygg- ingastofnun lúti þeim lögum. Með slíku ákvæði geti sjúklingar sem telji á sér brotið leitað réttar síns, sem annars skorti á. Seint komið og hratt unnið ÖBÍ telur lagatextann bera merki tímaskorts, umsagnartími sé of skammur og heimildir ráðherra til að ákveða með reglugerðum séu of víðtækar. „Með því er dregið úr öryggi sjúklinga um réttindi sín sem annars geta breyst verulega á skömmum tíma,“ segir í umsögn ÖBÍ, sem telur nauðsynlegt að draga úr valdi ráðherra með ná- kvæmari lögum. VG leggst hart gegn frumvarpinu ekki aðeins af pólitískum ástæðum heldur telur flokkurinn það svo óunnið að frá- leitt væri að hleypa því í gegn nú. Stórátök um sjúkratryggða  Ráðherra stefnir að fjölbreyttari rekstri í heilbrigðisþjónustu  ÖBÍ óttast um öryggi sjúklinga og telur ráðherra of valdamikinn ➤ Skipað var í stjórnir og nefnd-ir í nýrri Sjúkratrygg- ingastofnun fyrir síðustu ára- mót þótt lagafrumvarp um stofnunina væri ekki komið fram. ➤ Tryggingastofnun og Sjúkra-tryggingastofnun skipta hér eftir tryggingakerfinu á milli sín. Sjúkrahlutinn verður eftir hjá heilbrigðisráðherra en hitt flyst til félagsmálaráð- herra, STOFNUN SKIPT UPP 24stundir/ÞorkellHeilbrigðisráðherra Sjúkratryggingafrumvarpið kom seint fram. Átján skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar, sem er töluverð fjölgun frá því sem verið hefur undanfarin ár þegar um tíu skip hafa að jafnaði komið yfir sumarið. Að sögn Andrésar Sigurðssonar, hafnsögumanns í Vestmannaeyj- um, er ekki gert ráð fyrir að um til- fallandi fjölgun sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum 24 stunda verður ekki sambærileg fjölgun skemmtiferðaskipa til Ísa- fjarðar og Akureyrar. Til Ísafjarðar koma 22 skemmtiferðaskip í sum- ar, en 25 komu í fyrra. Til Akureyr- ar koma 55 skemmtiferðaskip í sumar, en 58 komu í fyrrasumar. Stærri skip valda þó því að á báð- um stöðum helst heildarfjöldi far- þega óbreyttur á milli ára. hos Skemmtiferðaskipum fjölgar úr 11 í 18 Fleiri farþegaskip til Vestmannaeyja 31. maí - 1. júní HÁTÍÐ HAFSINS H 2 hönnun

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.