24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 15 Alþingismenn ruglast alvar-lega í ríminu tvisvar á ári,við eldhús- dagsumræður og við stefnuræðu. Þeir fá þá flugu í höfuðið að þjóðin vilji hlusta á þá lesa ljóð. Þetta er algjör misskiln- ingur. Það sýna viðbrögð þeirra fáu sem kannast við að horfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristján Þór Júlíusson, sjálfstæð- isþingmaður að norðan, og Þur- íður Backman, vinstri græn að austan, kepptu í ljóðalestri á Al- þingi að þessu sinni. Enginn vann. Og hvers á Einar Ben. að gjalda að vera uppáhaldsalþingisskáldið? Hinn margreyndi ráðherraBjörn Bjarnason furðarsig á slappri stjórnarand- stöðu. „Hið eina sem kom á óvart hjá henni var að þau Guðni Ágústsson og Þuríður Back- man skyldu hefja ræður sínar með vísan til sama ljóðs Einars Benedikts- sonar um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Var þetta tilviljun? Átti þetta að sanna, hve samstillt stjórnarandstaðan er? Hvers vegna þetta ljóð?“ Spyr Björn en er ekki réttara að spyrja hvers vegna ljóð yfirleitt? Halda þingmenn virkilega að beð- ið sé eftir þessu stauti? Eina ljóðið sem gæti átt við er Gamli sorrý Gráni, lesinn saman í kór í upphafi þingfundar. Þingmenn muna ekki glöggthvenær sá siður hófst á Al-þingi að þylja upp úr skóla- ljóðum eins og krakkar í upplestr- arkeppni. Margir telja ræðum hafa hrakað. Það finnst Össuri Skarphéð- inssyni sem furðaði sig á stílbrögð- unum. Sjálfur fékk Össur reyndar hrós fyrir pólitíska ræðu, Höskuldur Þórhallsson fyrir góðan stíl og bloggarar hrós- uðu Guðna fyrir sitt gamalkunna Guðnagrín. En hugsanlega vill þjóðin frekar þingmenn með sýn en grín. Pólitískar fréttir/lausnir en ekki ljóð. Fólk sem beið tíðinda frá Geir Haarde, við þinglok, fékk í staðinn: „Ég er komin með vorið til þín vinur minn.“ Eftir Snorra Hjartarson. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Íslensk stjórnmál eru langt frá því að vera litlaus og þarf ekki að leita lengra en til hins sköruglega formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Steingríms J. Sigfússonar, til að fá staðfestingu á því. Vandamálið er þó helst það að erfitt er að greina fyrir hvaða liti hann stendur, því mál- flutningurinn tekur svo örum breytingum. Því má í raun halda fram að Steingrímur sé litförótt- ur. Með og á móti Svona upplifði ég að minnsta kosti ræðu Steingríms á Alþingi á þriðjudaginn, þegar frumvarp fjármálaráðherra um 500 millj- arða lánsheimild ríkisins til að styrkja gjaldeyrisforðann var til umræðu. Ekki mátti betur skilja þingmanninn en svo að hann teldi þessa lántöku hið versta mál. Að minnsta kosti að aðgerð- in væri of seint til komin og of smá að sniðum. Að minnsta kosti komst sá boðskapur ágæt- lega til skila að stjórnvöld væru ekki að bregðast við aðsteðjandi vanda á réttan hátt eða í nægum mæli. Nú kunna að vera mál- efnaleg rök fyrir þessari afstöðu, en sérkennilegt er allavega að hinn sami Steingrímur er einn flutningsmanna frumvarps til laga um ráðstafanir í efnahags- málum, þar sem sambærileg lánsheimild er einnig lögð til. Að vísu var þar einungis gert ráð fyrir að taka þyrfti 80 milljarða lán að hámarki. Ræða Steingríms var þó engu að síður nokkuð málefnaleg og rökföst, þó svo að málefnið og rökin hafi verið önnur en til var stofnað. Hann notaði ræðu sína til þess að fjalla um þróun efna- hagsmála undanfarinn áratug eða svo, og færði fyrir því rök að al- varleg mistök hefðu verið gerð í efnahagsmálum og að hagstjórn hefði verið slök. Ég get tekið heilshugar undir margt af því sem Steingrímur sagði í þessari ræðu, sérstaklega það að þróun hagkerfisins hefur verið allt of sveiflukennd og of lítið gert til að gæta aðhalds á þenslutímum. Fimmtugar kenningar Ræða Steingríms þykir þó varla stórmerkur viðburður ein og sér, en er þeim mun merki- legri ef hún er borin saman við málflutnings hins sama formanns VG í Silfri Egils á sunnudaginn var. Þar kvað við allt annan tón, en Steingrímur kom þar fram sem einn harðasti talsmaður þess að halda skyldi fast í peningalegu stjórntækin, gengið og vextina. Þá hét það þó ekki óstöðugleiki heldur sveigjanleiki. Þó svo að hlutirnir séu málaðir mismun- andi litum eru þeir þó samkynja. Þeir sem enn hafa trú á að sjálfstæð peningastefna sé til gagns fyrir örríki í galopnu hag- kefi, þegar reynslan sýnir svart á hvítu að hún er fremur til þess fallin að bæta í hagsveiflur frem- ur en hitt, þurfa á dularfullu lita- spjaldi að halda til að sannfæra almenning um að núverandi fyr- irkomulag sé til þess fallið að skapa stöðugleika. Þeir hafa raunar bætt um betur því flenni- stóru viðvörunarskilti hefur verið stillt upp með viðvörunarorðum í hástöfum: EVRA = ATVINNU- LEYSI. Rétt eins og viðkomandi hafi ekki kynnt sér framþróun í hag- fræði síðan 1958 þegar Phillips- kúrvan, sem lýsir skammtíma- sambandi verðbólgu og atvinnu- leysis, kom fram. Að halda því fram að aðild Íslands að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu sé ávísun á aukið og langvarandi atvinnuleysi er álíka vitlaus mál- flutningur og að halda því fram að við aðild að ESB muni lofthit- inn á Íslandi færast í sama far og að meðaltali í Evrópu. Stað- reyndin er að atvinnuleysi er mismikið í ríkjum Evrópusam- bandsins og fyrir því eru allt aðr- ar skýringar en slæm hagstjórn. Að sama skapi er það almennt viðurkennd hagfræði að nær ómögulegt er velja á milli hás at- vinnuleysis og mikillar verð- bólgu, nema til afar skamms tíma litið. Þeir sem kjósa að halda öðru fram eru að kasta ryki í augu fólks. Er það gert í þeim tilgangi að varðveita stöð- ugleikann í íslensku hagkerfi? Höfundur er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra Litföróttur formaður VIÐHORF aJón Þór Sturluson Staðreyndin er að at- vinnuleysi er mismikið í ríkjum Evr- ópusam- bandsins og fyrir því eru allt aðrar skýringar en slæm hag- stjórn. PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is Fr um ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Úrval lita á lager Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita Létt í m eðföru m lang ódýras t

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.