24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir vi lb or ga @ ce nt ru m .is GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir GE kæliskápar *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. GCE21LGWFS – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Með ryðfríum stálhurðum 381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir – Orkunotkun: A TILBOÐ kr.: 219.900* 40 ár eru liðin frá því að skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Af því tilefni er ekki úr vegi að skoða með hvaða hætti ökumenn geta lagt sitt af mörkum svo að umferðin sé nú- tímaleg, örugg og hröð. Hér er heil- ræði þar um frá Umferðarstofu. Ímyndum okkur karlkyns bíl- stjóra sem er á ferð um götur Reykjavíkur 26. maí árið 1968, þ.e. daginn sem skipt var yfir í hægri umferð. Ímyndum okkur að hann sé stopp á rauðu ljósi. Á meðan hann bíður þess að græna ljósið kvikni byrja allar heimsins klukkur að hringsnúast á ógnarhraða. Á einni hefðbundinni sekúndu þýtur tíminn á leifturhraða fram til dags- ins í dag. Á örskotsstundu eru 40 ár liðin. Grey kallinn væri án efa ringlaður og þegar hann væri búinn að átta sig á því að þetta væri ekki einhver und- arlegur draumur myndi breytt borgarmynd, tíska, tónlist og um- ferð án efa valda honum hugarangri og jafnvel skelfingu. Ennþá með hatt á höfði myndi hann velta því alvar- lega fyrir sér hvað hann ætti nú til bragðs að taka. Ef hann væri hald- inn fífldirfsku og ofurmati á eigin kostum myndi hann aka af stað – hella sér út í umferðina. Ef hann hefði hins vegar vott af skynsemi myndi hann leggja bílnum á örugg- um stað og ganga eða taka strætó til næsta ökuskóla eða -kennara. Þar væri hann fræddur um ýmislegt það sem breyst hefur í umferðarmálum eins og t.d. það að nú er skylt að nota öryggisbelti. Kennarinn myndi sýna honum skýrar sannanir fyrir því að öryggisbeltin hafa bjargað hundruðum mannslífa hér á landi á þessum 40 árum. Sannað væri fyrir honum að það skiptir ekki máli hvar þú ert í bílnum né heldur hve stutt eða langt þú hyggst fara – örygg- isbeltið skiptir alltaf miklu máli. Það undarlega er að enn í dag er til fólk á öllum aldri sem ekki notar öryggisbelti. Þetta er reyndar fá- mennur hópur eða samkvæmt könnunum u.þ.b. 6% af þeim sem fara um vegi í dreifbýli. Hins vegar er þessi hópur í gríðarlega mikilli lífshættu. Fjöldi þeirra mannslífa sem hefði mátt bjarga með því einu að viðkomandi hefði notað örygg- isbelti er um 20% af fjölda látinna. Þetta eru u.þ.b. 5 mannslíf á hverju ári. Eflaust eru fáir í þessum hópi með hatt og enginn þeirra getur af- sakað sig með því að hafa misst 40 ár úr lífi sínu og vita því ekki betur. Styðjumst við þá þekkingu og reynslu sem tíminn hefur fært okk- ur og notum öryggisbelti – alltaf! Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Gamall kall með öryggisbelti UMRÆÐAN aEinar Magnús Magnússon Það und- arlega er að enn í dag er til fólk á öll- um aldri sem ekki notar ör- yggisbelti. Öryggi Allir með öryggisbeltir Stærsti frumkvöðull mótmæl- endakristni, Marteinn Lúter (1483–1546), var í senn táknrænn afkomandi húmanismans og ský- laus andstæðingur hans eftir að hann hafði fært kenningar sínar í fastmótað form um 1524. Það var efinn og lærdómurinn sem fékk Lúter til að snúast gegn kaþólsku kirkjunni 1517 en það var óttinn við róttækni og samfélagslegt um- rót sem gerði lúterskuna að um- burðarlausri furstakirkju sem var mótfallin trúfrelsi og afneitaði frjálsum vilja mannsins. Siðaskiptin á fyrri hluta 16. aldar ollu því auknu umburðarleysi í garð húmanískrar lífssýnar jafnt meðal kaþólskra og mótmælenda þegar leið á öldina, myrkur þetta var óbreytt á 17. öld. Samhliða þessu varð sú kristna hefð, að brenna fólk fyrir galdra, voldugri en nokkru sinni fyrr og síðar. Það var fyrst á seinni hluta 18. aldar sem húmanísk lífssýn fór aftur að koma opinberlega á dagskrá og þá í formi rationalisma, skynsemis- stefnunnar. Rökrétt niðurstaða Það þarf varla að útskýra það með mörgum orðum að efasemdir um guðlega tilvist eru rökrétt nið- urstaða í húmanískri lífssýn. Kenn- ingunni um „yfirnáttúruleg öfl“ er hafnað, maðurinn einn er ábyrgur fyrir þessu eina lífi sínu. Guðleysi var hins vegar ekki á dagskrá op- inberlega í húmanisma 15. og 16. alda enda hefði opinber viður- kenning á því í þá daga verið öruggur aðgöngumiði að bálkest- inum í gjörvallri kristninni. Á 18. öld mótaði hræðslan við bálköst- inn ekki lengur skoðanir manna í fjölda landa, t.d. Frakklandi. Ein- stakir húmanistar komu fram í dagsljósið og afneituðu tilvist guð- dómsins. Þeim hefur óneitanlega fjölgað mikið síðan, bæði á 19. og 20. öld; tengsl má finna milli auk- ins guðleysis og framsóknar bæði vísinda og alls kyns lífsspeki, en hvort tveggja má einnig rekja til húmanismans eins og áður hefur verið vikið að. Djúpstæð áhrif En rationalisminn blandaðist einnig kristnum kirkjum á marg- breytilegan hátt. Í sumum tilfellum jók hann fyrst og fremst skynsemi í starfi kirknanna án þess að trúar- kenningum væri breytt að ráði, svo og viðurkenningu kirknanna á vís- indum og breytingum yfirleitt, þetta átti t.d. við Norðurlönd. En í öðrum löndum urðu áhrifin djúp- stæðari og farið var á grundvelli biblíugagnrýni að draga ýmsar kenningar hefðbundinnar kristni í efa eins og um meyfæðinguna, fórnardauða Krists og þar með þrenninguna. Rationalisminn tengdi þannig únitarisma 16. aldar, sem hafði lifað í skugga hér og þar, við frjálslyndustu trúarbrögð nú- tímans. (Únitarismi = trú á ein- hvers konar æðri mátt, guðlegu eðli Jesú er afneitað, biblían er aðeins mannanna verk). Margir íslenskir vesturfarar urðu únitarar og boð- uðu síðan skoðanir sínar á Íslandi. Frjálslynd guðfræði Meðal prestastéttarinnar ís- lensku breiddist út frjálslynd guð- fræði sem mest átti rætur að rekja til þýsks háskóla. Þannig að úr ún- itarisma meðal alþýðunnar óx ekki ný kirkja heldur frjálslynd lúterska. Segja má að hún móti enn þá trúarvitund meira en helmings Ís- lendinga, að vísu er hún oft blönd- uð andatrú. Þverstæðan er að þetta frjáls- lyndi hefur unnið ekki aðeins gegn lúterskum rétttrúnaði heldur einn- ig guðleysi hér á landi. En viss þró- un meðal þjóðkirkjupresta er sennilega að stuðla að breytingum í þessum efnum. Hjá biskupum og guðfræðiprófessorum hefur mark- visst verið unnið gegn trúarlegu frjálslyndi í hálfa öld. Reynt er að skerpa sem mest andstæður milli trúar og trúleysis en í leiðinni hafa yfirvöld óbeint verið að ráðast á trúarlegt frjálslyndi sem enn þá ríkir meðal meirihluta sóknar- barnanna. Samtímis sjá vongóðir guðleysingjar hér á landi ný tæki- færi til sóknar, allt í nafni húm- anismans. Höfundur er prófessor í sagnfræði Húmanisminn frá Lúter til nútímans UMRÆÐAN aGísli Gunnarsson Það þarf varla að út- skýra það með mörgum orðum að efasemdir um guðlega tilvist eru rökrétt nið- urstaða í húmanískri lífs- sýn Frelsi Það hefur mark- visst verið unnið gegn trúarlegu frjálslyndi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.