24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 17
24stundir FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 17 Þetta er saga um þrjá olíuapa. Einn þeirra getur ekki talað, af því að hann er með munninn fullan af loforðum um stóriðju- laust samfélag. Hann hafði meira að segja verið kosinn forystuapi vegna loforðanna. En hann stóð ekki í stykkinu við að afla byggð- arlaginu kvóta eða einhver önnur störf. Svo að hann varð að éta of- an í sig öll loforðin og stefnir nú á mengandi pakka fyrir 500 manns, en hann getur ekki tjáð sig um málið af því að hann veit ekki neitt og vill ekki styggja kjósendur. Blindur olíuapi Annar apinn getur ekki séð. Honum var boðið í kaffi hjá æð- islega góðum sendimanni og sagði honum að hann gæti alveg fórnað einum dal fyrir tandur- hreina stóriðju sem rosalega heið- arlegir menn vilja reisa. Með dollaramerki í augunum fór ap- inn til útlanda til þess að skoða olíuhreinsunarstöð. Eftir nokkra snafsa fóru nokkrir hvítflibbar í rándýrum jakkafötum og hvítum sloppum með hann í skoðunar- ferð um afmarkað svæði, en það eina sem blindi olíuapinn sá voru runnar, tré og blóm. Svo að ap- inn komst að niðurstöðu, ef fólk- ið í apalandi vill ekki framfarir þá yrði Jón Sigurðsson aldeilis hissa, því hann hefði svo sannarlega viljað olíuhreinsunarstöð á Hrafnseyri. Hann hefði verið hæstánægður með að sjá a.m.k. 300-400 olíuskip sigla inn og út fjörðinn á hverju einasta ári um ókomna tíð. Vá, olíuapinn blindi veit sko alveg hvernig Jón Sig- urðsson myndi hugsa í dag. Mengunarlaus? Þriðji olíuapinn heyrir ekki. Alla vega ekki í vísindamönnum, hvað þá í umhverfisvendarsinn- um. Nú, til hvers! Þar sem þriðji apinn er gamall og vitur og veit allt miklu betur en allir aðrir. Þess vegna berst hann fyrir meng- unarlausri olíuhreinsunarstöð, sem verður með hreinsunarbúnað sem er ekki til. Hann telur meira að segja að það taki ekki nema þrjú til fjögur ár að finna upp slíkan búnað. En hvað ef vinum hans í mafíósaolíulandi tekst það ekki, hvað þá? Svo berst hann líka fyrir svakalega sterkum olíuflutn- ingaskipum, þau eru meira að segja tvöföld og sérstaklega styrkt fyrir hafís, stórsjó og veðravít- isátök. Ósökkvandi eins og Tit- anic. Svo einfalt er málið! Svartagull á silfurfati En aumingja fólkið sem býr við stjórn og þrýsting olíuapanna, því er talin trú um að þetta sé eina leiðin til þess að fá 500 störf. Já, svartagull á silfurfati. Svo hefur kvisast út að eldsneyti í apalandi stórlækki í verði og verði jafnvel ókeypis. Glætan! En nú þurfa menn ekkert að óttast, geta sofið vært og rótt af því að Rússagrýlan er ekki til. Múltímillamafíósar eru sko ekki neinar grýlur heldur bara heiðarlegir og góðhjartaðir menn sem eru örugglega fram- úrskarandi rausnarlegir við vini sína og velunnara. Næst fá þeir kannski eitthvað með kaffinu, ef vel til tekst að sannfæra þegnana um að olíuhreinsunarstöð verði að veruleika. Þá verða allir ríkir og hamingjusamir í apalandi. Höfundur er Reykvíkingur Olíuaparnir þrír UMRÆÐAN aStella Hauksdóttir Þar sem þriðji apinn er gamall og vitur og veit allt miklu betur en allir aðrir. Þess vegna berst hann fyrir mengunar- lausri olíuhreinsunar- stöð, sem verður með hreinsunarbúnað sem er ekki til. Apaland „En aumingja fólkið sem býr við stjórn og þrýsting olíuapanna, því er talin trú um að þetta sé eina leiðin til þess að fá 500 störf.“ Það er undirrituðum sérstakt gleðiefni þegar andans stórmenni á borð við Sigurjón Ara Sigurjónsson stinga niður penna honum til heið- urs og leggja grunn að nýjum og spennandi fræðigreinum, til dæmis þeirri nýstárlegu aðferð að beita hvorki rökum né skynsemi í mál- flutningi. Fyrirsögnin að grein hans er enda sérstaklega vel valin: „Rök- þrota fullyrðingar“ (24 stundir, 27. maí). Ný guðfræði Sigurjón tjáir mér að ég hafi öðl- ast fyrirgefninguna sjálfkrafa. Ekki einhverja venjulega fyrirgefningu, nei sjálfa fyrirgefningu syndanna, fyrirgefninguna sem Jesús var drep- inn fyrir. Eina sem ég þurfti að gera var að fæðast Íslendingur. Þetta er merkileg guðfræði og þykir sjálfsagt sæta nokkrum tíðindum meðal fræðimanna. Ný sagnfræði Sigurjón opinberar nýstárlega sýn á hugmyndasögu Vesturlanda sem honum hefur tekist að öðlast án þess að frétta af byltingunni am- erísku! Samkvæmt Sigurjóni eru mannréttindi og lýðræði ekki bara kristið fyrirbæri heldur er kristið siðgæði beinlínis „skapað í anda þess boðskapar sem nú er undir- staða vestrænnar þjóðfélagsupp- byggingar“. Nei, ég skil þetta ekki heldur. Gamla sagnfræðin er auð- vitað hallærisleg í samanburði. Tökum til dæmis miðja þrettándu öldina. Nú skyldi maður ætla að kristninni hefði með einhverjum örlitlum hætti tekist að þoka Evr- ópu í átt til mannréttinda og mann- úðar á 900 ára valdaskeiði ríkis- kirkju með andlega einokun á öllum sviðum. Gamla sagnfræðin segir okkur þvert á móti að sjaldan hefur Evrópa verið eins illa stödd. Mannréttindi þekktust ekki, hvað þá lýðræði. Frjáls hugsun var jafn- óðum kæfð með ofbeldi, ef ekki dugði annað. Hinn arabíski menn- ingarheimur blómstraði á sama tíma og fyrsta ljósið í myrkrinu kom einmitt þaðan, arabísk vís- inda- og heimspekirit voru þýdd yf- ir á latínu, ásamt heimspekiritum fornaldar og næstu fjórar aldirnar hristu hugsuðir Evrópu af sér hlekki kristninnar, allt fram til þess að fyrstu vísar að samfélagsgerð nú- tímans spruttu úr grasi við lok 18. aldar. Sigurjón gæti tekið eigin ábendingum og flett upp í einu helsta riti hinna amerísku bylting- armanna, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Enginn heldur því fram að kristni hafi lagt nema lítið eitt til þeirra hugsjóna sem þar kristölluðust. Evrópskt íslam Sigurjón telur, sýnist mér, að fyrst nútíminn byrji í Evrópu, og Evrópa er kristin, þá sé nútíminn kristninni að þakka. Hitt er þó allt eins líklegt að kristnin hafi haldið aftur af þróuninni enda eru fá ef nokkur dæmi þess í sögunni að kristin kirkja hafi stutt við mann- réttindabaráttu eða hvatt til lýð- ræðis. Frjáls hugsun í samfélagi mannúðar og manngildis, frelsis og réttlætis, er ekki hluti af kristinni kennisetningu. Þvert á móti, mætti frekar segja, enda setur kristnin manninn í annað sætið á eftir guði. Hagsmunir mannsins víkja fyrir kristninni, áherslan er á guðsótta og hlýðni, hnékrjúpandi biðja menn bænar, syndarar aumir fyrir guði, undirgefnir leitandi frelsunar. Ar- abískt tökuorð lýsir þessu vel, orð sem einmitt þýðir undirgefni við guð: kristni er hið evrópska íslam. Höfundur leggur stund á ritstörf Hið evrópska íslam UMRÆÐAN aBrynjólfur Þorvarðarson Frjáls hugsun í samfélagi mannúðar og manngildis, frelsis og réttlætis, er ekki hluti af kristinni kennisetningu. www.tækni.is Nútíma nám Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Tækniskólinn býður upp á öflugt nám til stúdentsprófs þar sem fjölbreytt úrval tækni- og iðnmenntunar er einnig í boði. Innan skólans eru ellefu skólar, hver með sitt sérsviðs, sem mynda saman einn öflugasta framhaldsskóla landsins. Umsóknarfrestur er til 11. júní

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.