24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 21
24stundir FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 21 Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is MPH Ex Háskólinn í Reykjavík kynnir nýtt og spennandi meistaranám í forystufræðum og nýsköpun á heilbrigðissviði, Master of Public Health Executive, í samvinnu við þrjá erlenda háskóla: Öll kennsla í MPH Executive fer fram á Íslandi. Kennt er í lotum tvær helgar í mánuði og er námið sniðið að þörfum þeirra sem stunda atvinnu með námi. Meðal kennara eru virtir prófessorar frá samstarfsskólum HR. • Columbia-háskólinn í New York • McGill-háskólinn í Montreal • Mayo Clinic í Rochester MPH Ex nám er fyrir • framsækna stjórnendur í heilbrigðismálum • frumkvöðla sem vilja öðlast þekkingu til að koma hugmyndum sínum í verk • metnaðarfulla einstaklinga sem ætla sér hlutverk í þeim breytingum sem framundan eru í heilbrigðismálum Íslendinga úrulegt umhverfið hér væri kjör- inn vettvangur. Gífurleg stemning myndaðist á fyrstu ráðstefnunni og þeim seinni. Þar er gleði, eld- móður og samstaða og nú víbrar loftið þegar Tengslanet IV er að hefjast. Hópurinn hefur aldrei verið fjölbreyttari og erlendu fyr- irlesararnir eru spenntir fyrir þessu fyrirbæri sem mér finnst sjálfri hafa orðið afl í sjálfu sér.“ Árangurinn er augljós „Já,“ segir Herdís og vísar í ályktanir Tengslanetsins um konur í stjórnir fyrirtækja og um afnám launaleyndar. „Hlutafélagalögum var breytt í kjölfar Tengslanets 2006 og ályktun um afnám launa- leyndar var líka lögleidd.“ Hún bætir við að enn vanti mikið upp á að konur njóti sömu kjara og karl- ar, að raddir þeirra heyrist og þær taki ákvarðanir í efstu lögum sam- félagsins – „en við verðum að halda áfram því að jafnréttisbar- áttan er samofin almennri velmeg- un og velferð. Það eru því hags- munir allra að konur hviki hvergi. Ef við stöndum saman og munum að sameiginlegir hagsmunir eru meiri en það sem skilur okkur að náum við árangri. Samstaða er lykilatriði. Ég las nýlega gott heil- ræði: leggðu hart að þér, ekki bú- ast við neinu og skemmtu þér! Þetta er það sem við eigum að gera. Það gerir það enginn annar fyrir okkur.“ Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir Ráðstefnan Tengslanet IV - Völd til kvenna hefst í dag með því að tæplega 500 konur ganga á Grá- brók, þar á meðal Maud de Boer Buquicchio, annar framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, og Judith Resnik, prófessor við lagadeild Yale. „Resnik var útnefnd fremsti fræðimaður í lögfræði 2008 í Bandaríkjunum, “ segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, stofnandi Tengsla- netsins. Konur sem mæta koma úr öll- um áttum og eru af öllum stéttum og á öllum aldri í íslensku sam- félagi. „Þær eiga það sameiginlegt að vilja rétta hlut kvenna,“ segir Herdís. Þegar sú hugmynd hennar kviknaði árið 2004, eftir að Herdís hóf störf við lagadeildina á Bifröst, að efna til ráðstefnu um jafnrétt- ismál grunaði hana ekki að hún yrði stærsta ráðstefnan í íslensku viðskiptalífi. Þátttakan sló met 2006 og er enn meiri nú. Paradísarlaut of lítil Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur ávarpar konur af Grábrók í dag, standandi hlaðborð er á Kið- áreyrum við Hreðavatn, en ekki í Paradísarlaut eins og hingað til því að lautin rúmar ekki fjöldann. Erlendu gestirnir hefja formlega dagskrá með erindum en þá taka við pallborðsumræður í fjórum liðum, undir stjórn íslenskra kvenna. Lokapunkturinn verður settur í móttöku hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra en fjöldans vegna var ekki hægt að vera á Bessastöðum eins og fyrri ár. Það má því segja að ráðstefnan hafi sprengt af sér bæði Bessastaði og Paradísarlaut. Eldmóður og samstaða „Ég var fengin til að tala um réttindi barna hjá félagi kvenna í læknastétt og sá þá að áhugi á jafn- réttismálum, réttindum barna og mannréttindum almennt var ekki bundinn við lögfræðinga. Betra væri að sækja þátttakendur víðar enda eru málefnin slík að þau snerta allar konur, hvar í flokki sem þær standa eða hvaða starfi sem þær gegna og því mikilvægt að sem flestar raddir heyrist í þess- um efnum. Þá sá ég einnig að nátt- Tengslanet Herdís Þorgeirs- dóttir í hópnumAfl í sjálfu sér  „Tengslanet stærra en nokkru sinni, “ segir prófessor Herdís Þorgeirsdóttir stofnandi ráðstefnunnar  Vilja rétta hlut kvenna ➤ Fyrsta ályktun Tengslanetsinsvar um konur í stjórnir, síðast var ályktað um afnám launaleyndar. ➤ Ingibjörg Sólrún Gísladóttirhefur sótt ráðstefnuna frá upphafi. ➤ Utanríkisráðherra á von áCondoleezzu Rice á morgun. ORÐIN VERÐA LÖG „Samkvæmt nýrri hagspá hag- deildar ASÍ harðnar nú á daln- um í íslensku efnahagslífi.“ Svo hefst inngangur hagskýrslunnar sem kynnt var í gær. Í skýrslunni er því spáð að hagkerfið leiti nýs jafnvægis þar sem krónan sé veik, vaxta- stig hátt og verðbólga mikil. Þá búast skýrsluhöfundar við því að eftir mjög gott atvinnu- ástand á undanförnum árum fjölgi atvinnulausum með haustinu. Í skýrslunni kemur einnig fram að útlit sé fyrir að forsendur nýgerðra kjarasamningana bresti þegar kemur að endur- skoðun í febrúar á næsta ári. „Líkur eru á að kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna dragist saman á næstu árum.“ Í skýrslunni er einnig gert ráð fyrir aukinni verðbólgu út þetta ár, en þá er gert ráð fyrir að hún fari að hjaðna. ejg Harðnar nú á dalnum Icelandair hefur nú tekið í notk- un þriðju Boeing 757 þotu sína eftir gagngerar breytingar á inn- réttingum hennar og tæknibún- aði fyrir farþega, en stefnt er að því að öllum flugvél- unum sem félagið notar í áætl- unarflugi til og frá landinu verði breytt fyrir lok ársins. Að auki er gerð umtalsverð breyt- ing á annarri þjónustu Icelandair. Meðal annars verða kynntir nýir einkennisbúningar á árinu, og samstarf við íslenska tónlist- armenn. ejg Icelandair í nýjan búning Fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Greiningar Glitnis að gengi krón- unnar hafi átt á brattann að sækja síðustu mánuðina. Þreng- ingar á innlendum gjaldeyr- isskiptamarkaði, skert aðgengi að erlendu lánsfé, lítil áhættulyst innlendra sem erlendra fjárfesta auk mikils halla á utanrík- isviðskiptum hefur stuðlað að gengislækkun krónunnar að und- anförnu. Greining Glitnis telur hins vegar að rofa fari til á mörkuðum með haustinu og að gengishækkun krónu fylgi í kjölfarið. mbl.is Hærra gengi með haustinu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.