24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Háskólaútgáfan hefur gefið út bók- ina Frá Sýrlandi til Íslands – Arfur Tómasar postula eftir þá Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í guðfræði, og Þórð Inga Guðjónsson íslensku- fræðing. Í bókinni er fjallað um þrjú rit sem eru kennd við Tómas postula, Tómasarguðspjall, Tómas- arkver og Tómas sögu postula. Þau eru öll talin eiga uppruna sinn í Sýrlandi, guðspjallið frá fyrstu öld, kverið á annarri öld og frumgerð sögunnar á þriðju öld. Guðspjallið og kverið voru bannfærð af kirkju- yfirvöldum undir lok fjórðu aldar en ekki sagan, sem lifði áfram í lat- neskum gerðum og þýðingum á þjóðtungur. Ástæðu þess að guð- spjallið og kverið voru bannfærð en ekki sagan segir Þórður Ingi vera þá að kirkjan hafi talið að í fyrrnefndu ritunum tveimur kæmu fram hugmyndir sem gengju gegn kenningum hennar. „Það var ekki fyrr en á fjórðu öld sem kirkj- unnar menn komu sér saman um hvaða guðspjöll og hvaða rit fengju að vera í Biblíunni og hver ekki. Tómasarguðspjall og Tómasarkver höfðu aðrar áherslur varðandi Jesú Krist heldur en kirkjunnar menn töldu æskilegar. Í guðspjallinu er til að mynda ekki minnst einu orði á upprisu Krists. Tómasarsaga hins vegar fjallar um Tómas sjálfan og var sem slík mikilvæg heimild um hann. Hún varð eins og aðrar post- ulasögur hluti af helgsagnasafni kirkjunnar. Þær greindu frá störf- um postulanna eftir að þeir voru sendir út af örkinni að boða trúna, og flestir þeirra liðu píslarvætti. Þótt postularnir hafi numið lær- dóminn af vörum Krists sjálfs voru þeir engu að síður dauðlegir menn. Því fengu postulasögurnar að lifa meðfram Biblíunni í gegnum ald- irnar í stað þess að vera ýtt til hliðar eins og raunin varð um mörg önn- ur rit,“ segir hann, en þess má geta að Tómasarguðspjall og Tómasar- kver hurfu af sjónarsviðinu eftir aldamótin 400 og voru óþekkt þar til þau fundust meðal Nag Ham- madi-handritanna árið 1945. Þýðingar byrjuðu snemma Þriðja ritið sem fjallað er um í bókinni er Tómas saga postula í út- gáfu Þórðar Inga. Henni er fylgt úr hlaði með ítarlegum formála þar sem meðal annars latneskur texti sögunnar er borinn saman við ís- lenskar gerðir hennar frá 12. öld. „Snemma eftir kristnitökuna tóku Íslendingar að þýða latneskar helgibókmenntir yfir á móðurmál sitt. Það var alls ekki sjálfgefið á þeim tíma að rit Biblíunnar og postulasögur væru þýddar frá lat- ínu yfir á þjóðtungur Evrópu. En Íslendingar gerðu það, enda kannski fáir menntamenn í land- inu sem kunnu latínu og trúin var ný. Liður í því að innræta fólki þessa nýju trú var að þýða ritin yfir á íslensku fyrir almenning. Með þessu móti hlutu menn æfingu í að skrifa texta á móðurmáli sínu einni til tveimur öldum áður en Íslend- ingasögurnar voru skrifaðar. Þær eiga það einmitt sameiginlegt með heilagra manna sögunum að í þeim er fjallað um hetjur og átök og yf- irleitt deyr söguhetjan í lokin. Það má því segja að þetta hafi verið mikið gæfuspor fyrir þjóðina,“ seg- ir hann að lokum. Þórður Ingi Guðjónsson Annar höfunda bókarinnar. Ný bók eftir Jón Ma. Ásgeirsson og Þórð Inga Guðjónsson Þrjú rit tileinkuð Tómasi postula ➤ Í Tómasarkristni getur að lítaeina elstu túlkunina á per- sónu Krists og orðum hans. En sú túlkun átti ekki upp á pallborðið hjá kirkjulegum yfirvöldum né lengi síðan. TÓMASARKRISTNITómasarguðspjall, Tóm- asarkver og Tómas saga postula eru rit tileinkuð heilögum Tómasi post- ula. Þessi þrjú rit hafa nú verið gefin út á einni bók á íslensku. Víkingur Heiðar Ólafsson heldur sína fyrstu einleiks- tónleika eftir útskrift frá Ju- illiard-tónlistarháskólanum í New York í Salnum á föstu- dagskvöldið klukkan 20. Upp- selt er á þá tónleika en hann ætlar að endurflytja þá sunnu- daginn 1. júní klukkan 20. Einungis örfá sæti eru laus. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Birgis Einarssonar apótekara, en Víkingur hefur notið fjárstuðnings úr minn- ingarsjóði hans undanfarin ár. Víkingur spilar MENNING menning@24stundir.is a Í guðspjallinu er til að mynda ekki minnst einu orði á upprisu Krists. Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Listamannaspjall í Galleríi Fold Jóhanna Hreinsdóttir Síðasta sýningarhelgi ræðir um sýningu sína Stillur, laugardag kl. 14–16, Allir velkomnir Freydís Kristjánsdóttir sýnir í Forsal Gallerís Foldar Ljósverur Síðasta sýningarhelgi HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU Í KVÖLD NÆST SÍÐASTA SÝNING SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING 2 SÝNINGAR EFTIR Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót” M.K MBL Falleg, fyndin,sönn og kvenleg” V.G Bylgjunni “Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta” Jón Viðar DV Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán - fös 11-18 og lau 11 - 17 Sendum frítt um land allt NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Full búð af nýjum vörum Hitavermar, Angora, Silki, Merino. Einnig mikið úrval af brjóstagjafarfatnaði.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.