24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Þetta er fjórða sumarið í röð sem við bjóðum upp á skipulagðar gönguferðir um dalinn og allir sem í þær hafa farið eru á einu máli um ágæti þeirra,“ segir Gísli Rúnar Konráðsson, skipuleggjandi göngu- ferðanna. Segir hann jafnframt að kyrrðin í dalnum heilli ekki síður en fegurðin. „Stærstur hluti dalsins er mjög fáfarinn og um fremsta hluta hans og þverdali fara naumast aðrir en gangnamenn á haustin.“ Ferðunum fjölgar milli ára Í sumar hyggst Gísli bjóða upp á fjórar ferðir með misjöfnu sniði og hafa ferðirnar aldrei verið eins margar. „Sú fyrsta er dagsferð, laugar- daginn 14. júní. Þá verður gengið frá Gilsbakka og yfir hið margfræga Merkigil. Helgarnar 18.- 20. júlí og 1.- 3. ágúst verður svo gengið niður Austurdalinn. Verður þá ekið út að Grána við Geldingsá og gist þar fyrstu nóttina en daginn eftir verð- ur gengið að sæluhúsinu Hildarseli, alls um 25 km leið. Í þeirri ferð verður einnig gengið um Stóra- hvamm þar sem talið er að villt birki vaxi í mestri hæð yfir sjáv- armáli á Íslandi.“ Í öllum ferðunum verður farið yfir Jökulsá eystri á kláfi og komið við á kirkjustaðnum Ábæ sem kominn er í eyði. Þar er þó messað um hverja verslunarmannahelgi og munu ferðalangarnir þá helgina fá tækifæri til að sækja slíka messu. Öll fjölskyldan velkomin Þátttakendur í göngunum hafa verið allt frá tíu ára gamlir til rúm- lega sjötugs, og helgina 15.- 17. ágúst er ráðgerð ferð með nýju sniði fyrir alla fjölskylduna. Þá verður gengið að Hildarseli fyrsta daginn þar sem gist verður bæði kvöldin í notalegri fjölskyldu- stemningu en á laugardeginum verður farin dagsferð í Fögruhlíð. Allar ferðir sumarsins enda svo á Bakkaflöt, í heitum pottum og kvöldmat. Þeir sem vilja kynna sér þessar spennandi ferðir nánar geta haft samband við Gísla Rúnar sjálf- an í símum 453 6634 eða 893 6634, eða í gegnum netfangið gislirk@ar- skoli.is. Farið er yfir Jökulsá eystri á kláfi í gönguferðunum. Nýr valkostur í gönguferðum Friðsæld og fegurð Austurdalur í Skagafirði hefur síðustu ár getið sér gott orð hjá göngu- görpum sem sækja þang- að í síauknum mæli. Auk mikillar náttúrufeg- urðar er dalurinn afar fá- farinn og kyrrðin því mikil. ➤ Stærstur hluti dalsins er mjögfáfarinn og um fremsta hluta hans og þverdali fara naum- ast aðrir en gangnamenn á haustin. ➤ Í Stórahvammi er talið að villtbirki vaxi í mestri hæð yfir sjávarmáli á Íslandi. ➤ Þátttakendur í göngunumhafa verið frá tíu ára til rúm- lega sjötugs og í sumar verða farnar fjölskylduferðir. AUSTURDALUR Háskólinn á Bifröst er staðsettur í Norðurárdal í Borgarfirði, ein- ungis um 100 km frá höfuðborg- inni. Skólinn og íbúar í sveitinni búa við fallegt umhverfi en eld- stöðin Grábrók, Norðurá og foss- inn Glanni eru í næsta nágrenni auk þess sem Baula, eitt tignarleg- asta fjall landsins, gnæfir yfir land- inu. Úr gluggum setustofu skólans má sjá fjöldann allan af fallegum og þekktum fjöllum. Má þar nefna Grjótháls í austri, Skarðsheiði og Skessuhorn í suðri og Vikrafell, Selmúla og Bæjarás í vestri. Sveitungar njóta náttúrunnar Jóhannes Már Dagbjartsson, formaður Ungmennafélagsins Bif- rastar, segir að fólkið á svæðinu, jafnt háskólanemarnir og fólkið í sveitinni í kring, sé duglegt að nýta sér nálægðina við fjöllin og náttúr- una. „Fólk er í allskonar gönguhóp- um og við erum líka með göngu- ferðir og fjallgöngur fyrir ung- lingana okkar,“ en hátt í 500 ungmenni eru skráð í félagið og koma þau bæði af háskólasvæðinu og af bæjunum í nágrenninu. „Við spilum líka fótbolta og iðkum aðr- ar hefðbundnar íþróttir. Eldra fólk- ið á svæðinu er ekki jafn mikið í skipulagðri íþróttastarfsemi. Þó var hér starfrækt utandeildar hand- boltalið og lengi hafa verið uppi hugmyndir um stofnun körfu- boltaliðs.“ Á heimasíðu Háskólans á Bif- röst, www.bifrost.is, má finna ít- arlegar lýsingar á fjölmörgum spennandi gönguleiðum, skrifaðar af Eysteini Jónssyni, fyrrverandi al- þingismanni og áhugamanni um útivist. Fjölbreytt útivistartækifæri við Bifröst Falleg náttúra allt í kring VORIÐÚTIVIST vorid@24stundir.is a Það er einkum kyrrðin sem heillar göngufólk. Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins Tilvalin fræðslustund fyrir alla fjölskylduna! AÐGANGURÓKEYPIS! F ræ ð s lu e rind i o g n á ttú ru s ko ðun Leiðs ö g n: J ó n E iríks s o n, J arðv ís ind as to f nun Hás kó lans S e s s e ljuh ús u mh verf iss etur, S ó lh e im u m la u g a rd ag inn 3 1. m a í k l. 1 3 w w w.s e s s elju hu s.is Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.