24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 29
24stundir FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 29 Eftir langan og dimman vetur bíða margir þess í ofvæni að yfirgefa bæinn og komast í tæri við ósnortna náttúru. Um helgina gefst frábært tækifæri til þess en laugardaginn 31. maí efnir Ferðafélag Íslands, í samvinnu við Trex, til dagsferðar í Þórsmörk sem er eitt fallegasta svæði landsins. „Það hefur ekki verið mikið í boði af þessu tagi undanfarið fyrir Íslendinga. Mest áhersla er lögð á að bjóða erlendum ferða- mönnum upp á slíkar ferðir en vonandi er þetta vísir að fleiri slíkum ferðum fyrir Ís- lendinga,“ segir Kristján Baldursson sem verður fararstjóri í ferðinni. „Þarna getur fólk kynnst Þórsmörkinni, þessu fallega svæði, á tiltölulega einfaldan máta því þetta er einungis dagsferð. Það tekur einungis rúma 3 tíma að keyra inn eftir og því getum við verið þar lungann úr deginum, frá hádegi til rúmlega fimm, og svo verður haldið aftur heim.“ Kristján segir að ferðin sé hugsuð þannig að allir komist með. Farið verði í gönguferðir sem allir í fjölskyldunni ættu að ráða við og hafa gaman af. Brottför er klukkan 8 að morgni frá Ferða- félagshúsinu, Mörkinni 6, og verður ekið rakleiðis í Þórsmörk sem þegar er farin að skarta sumarskrúða. Keyrt verður inn í Langadal og farið yfir Krossá og að Skag- fjörðsskála Ferðafélagsins, þaðan sem finna má skemmtilegar gönguleiðir í allar áttir. Deginum verður svo varið í gönguferð á vit þjóðsagna og ævintýra. Eftir gönguna verður slegið upp grillveislu og eiga þátttakendur að hafa með sér nesti og eitthvað á grillið.Verðið er 7.000 kr. fyrir fullorðna og 3.500 kr. fyrir 7-15 ára. Bókanir fara fram hjá Ferðafélagi Íslands í síma 568 2533 eða með tölvupósti á netfanginu fi@fi.is. Sumrinu fagnað Dagsferð í Þórsmörk fyrir alla fjölskylduna Í Þórsmörk má finna margar fal- legar gönguleiðir. Margir hafa gaman af að fara út á land en geta ekki hugsað sér að gista í tjaldi. Þá er um að gera að nýta sér þjónustu bænda en á síð- unni sveit.is er listi yfir bænda- gistingu víðs vegar um landið. Gistingin er mismunandi, hægt er að dvelja í heimahúsi, sum- arbústað, á gistiheimili bænda eða sveitahóteli. Alls kyns afþreying er í boði hjá þeim bændum sem eru með ferðaþjónustu, svo sem golf, hestaferðir, veiði eða gönguferðir. Á heimasíðunni sveit.is er hægt að kynna sér hvað er í boði og bóka gistingu og fleira. Bændagisting er góður kostur Það getur verið sniðugt fyrir fjöl- skyldur að vera með Veiðikortið en það gefur leyfi til veiða í hin- um ýmsu ám og vötnum á land- inu. Veiðikortið kostar 5.000 krónur og þetta er fjórða árið sem það er í boði. Sífellt fleiri nýta sér þennan möguleika til veiða. Með Veiðikortinu fylgir vegleg handbók þar sem vötnin eru ítarlega kynnt til að auðvelda aðgengið að þeim sem og kynntar fyrir korthöfum þær reglur sem gilda um hvert vatnasvæði. Hægt er að kynna sér frekar þennan möguleika og hvaða ár og vötn eru í boði á vefnum veidi- kortid.is. Vinsældir Veiði- kortsins aukast Snæfellsjökull dregur að sér fjölda ferðamanna jafnt að sumri sem vetri. Mikil ferðamannaþjón- usta hefur orðið til í kringum jökulinn á undanförnum árum. Á vefsíðunni snjofell.is má kynna sér snjósleðaferðir, göngu- og hjólaferðir svo og aðra afþrey- ingu sem er í kringum Arn- arstapa á Snæfellsnesi. Margir trúa því að mikill andans kraftur komi frá jöklinum og því sækja menn í ferska loftið þar. Undir Jökli MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Glæsileg aðstaða • Allt innifalið • Loftkæling • Svalir/verönd • Glæsilegur garður • 3 sundlaugar • Líkamsrækt • Snyrtistofa • Barnaklúbbur (4-12 ára) • Barnaleiksvæði • Tennisvellir • 2 veitingastaðir • 2 barir • Skemmtidagskrá • Íþróttaaðstaða ... og fleira og fleira frá kr. 49.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð 17. júní til Fuerteventura, sem slegið hefur í gegn hjá Íslendingum. Á þessari fögru eyju finnur þú einstaklega fallegar strendur, frábært loftslag og góða gististaði þar sem þú getur notið sumarleyfisins við hreint frábærar aðstæður. Bókaðu strax! Mjög tak markað magn í b oði á þessu verði! Glæsileg gisting! SUNRISE JANDIA RESORT – allt innifalið Sunrise hótelið stendur aðeins um 300 metra frá frábærri Jandia ströndinni og örstutt frá hinum skemmtilega bæ Morro Jable. Hótelið býður frábæran aðbúnað í fríinu í öruggu umhverfi, að því ógleymdu að allt er innifalið meðan á dvölinni stendur. Á hótelinu eru í boði herbergi, sem rúma tvo fullorðna, og íbúðir með einu svefnherbergi sem rúma allt að fjóra og eru frábær kostur fyrir fjölskyldur. Herbergi og íbúðir eru með loftkælingu, baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Sundlaugargarðurinn er rúmgóður og fallegur en þar eru tvær sundlaugar auk sérstakrar barna- laugar og íþróttaaðstöðu. Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur fyrir börn frá 4-12 ára og góð leikaðstaða er fyrir börnin. Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna er í boði. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu og tveir barir. Allt innifalið „Allt innifalið“ felur í sér morgun-, hádegis og kvöldverðarhlaðborð á aðalveitingastað hótelsins. Með máltíðum er boðið upp á vín, vatn, gosdrykki og bjór (innlendir drykkir). Ath. áfengir drykkir eru ekki í boði með morgunverði. Ef hungurs eða þorsta verður vart á milli mála þá þá eru einnig fjölbreyttir kostir í boði. E N N E M M / S IA • N M 3 3 89 4 – með öllu inniföldu Ótrúlegt verð 1 eða 2 vikur Allt innifalið Kr. 49.990 – 1 vika Kr. 64.990 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefherbergi með öllu inniföldu í 1 eða 2 vikur, 17. júní. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja/íbúða í boði á þessu verði. Kr. 64.990 – 1 vika Kr. 84.990 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með öllu inniföldu í 1 eða 2 vikur, 17. júní. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja/íbúða í boði á þessu verði. Ótrúlegt sértilboð 17. júní Fuerteventura

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.