24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Þegar maður þarf að drekka eða borða rúll- ar maður sér úr skriðsundi yfir í baksund, gleypir í sig það sem maður fær og heldur svo beint áfram. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Sjósundkappinn Benedikt Hjart- arson ætlar að gera aðra tilraun til að synda yfir Ermarsund í júlí en litlu munaði að honum tækist það í fyrrasumar. Jafnframt hyggst fyrsta landslið Íslands í sjósundi þreyta boðsund fram og til baka yfir sundið. Benedikt seg- ir að áætlað sé að hann þreyti sundið fyrri daginn og boð- sundssveitin þann seinni en það ráðist þó af veðri og aðstæðum hver fari á undan. Stundar stífar æfingar Benedikt hefur stundað stífar æfingar fyrir sundið enda er það gífurleg þolraun. „Ég reyni að synda um 30 km á viku en hef aðeins stytt það núna og fer frek- ar lengra í einu. Ég syndi til dæmis í 5 klukkustundir á laug- ardögum,“ segir Benedikt og bætir við að hann og félagar hans stundi sjósund allt að þrisvar í viku. „Ermarsund“ er ekki síður mikil andleg þolraun en líkamleg og hefur Ingþór Bjarnason sál- fræðingur aðstoðað Benedikt við að búa sig andlega undir átökin. Ingþór verður jafnframt farar- stjóri eins og í fyrra. Á leiðinni yfir sundið getur ýmislegt komið upp á og þarf Benedikt að takast á við marglyttur og sjávargróður auk kuldans. „Maður sleppur aldrei við að fá einhverja verki en maður má ekki láta þá buga sig. Maður þarf að mynda bruna í líkamanum og láta ekki kuldann yfirbuga viljann,“ segir Benedikt. Það tekur góða sundmenn nokkrar klukkustundir að synda yfir Ermarsund og fá sundkapp- arnir enga hvíld á leiðinni. Þeim eru settar ýmsar skorður, til dæmis mega þeir ekki snerta fylgdarbátinn á leiðinni og þurfa að nærast í sjónum. Nærist í sjónum „Þetta gengur út á að halda stöðugt áfram og stoppa ekki neitt. Þegar maður þarf að drekka eða borða rúllar maður sér úr skriðsundi yfir í baksund, gleypir í sig það sem maður fær og held- ur svo beint áfram. Þetta má ekki taka nema tíu sekúndur,“ segir Benedikt og tekur undir að það sé ekki ósvipað dekkjaskiptingum í Formúlu 1-kappakstrinum. Mikill undirbúningur liggur að baki ferðinni enda þarf að kaupa rétt til sundsins, útvega fylgdar- bát, aðstoðarfólk og margt ann- að. Benedikt segir að hópurinn hafi fengið nýjan skipstjóra í áhöfnina sem þyki með þeim bestu á sínu sviði. „Það er allt gert til að láta þetta ganga upp,“ segir Benedikt Hjartarson að lok- um. Hægt er að fylgjast með Bene- dikt á vefsíðunni www.ermasund.blogspot.com. Benedikt Hjartarson reynir að synda yfir Ermarsund Kuldinn má ekki yfirbuga viljann Benedikt Hjartarson sundkappi ætlar að gera aðra tilraun til að synda yfir Ermarsund í sumar. Sundið er gífurleg þol- raun og tekur ekki síður á andlega en líkamlega. Þolraun Benedikt Hjart- arson býr sig andlega og líkamlega undir að synda yfir Ermarsund. ➤ Benedikt Lafleur gerði einnigtilraun til þess að synda yfir Ermarsund í fyrrasumar en hafði ekki erindi sem erfiði. ➤ Nafnarnir ætla báðir að reynaaftur í sumar. ➤ Engum Íslendingi hefur tekistað synda þessa leið. ERMARSUND 24stundir/RAX Sú var tíðin að fáir lögðu stund á sjósund við Íslandsstrendur og þeir jafnvel til sem töldu það óger- legt. Þetta hefur breyst mjög mik- ið á undanförnum árum og áhugi almennings á íþróttinni aukist til muna. Áhugamenn um sjósund hafa myndað með sér félög og þau hafa jafnvel sprottið upp innan veggja vinnustaða svo sem hjá lög- reglunni, Landsbankanum og Há- skólanum í Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér íþróttina og jafnvel dýfa öðr- um fæti í saltan sjó geta mætt í Nauthólsvík á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum kl. 17- 19. Fólk flykkist í sjóinn Vinsælt Sjósund nýtur vaxandi vinsælda. EINKAÞJÁLFARANÁM ÍAK einkaþjálfaranám er samvinnuverkefni Heilsu- og uppeldisskóla Keilis og Sportmenntunar. Markmiðið er að mennta framúrskarandi einkaþjálfara með yfirgripsmikla þekkingu á heilbrigði einstaklinga og hæfni til að búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. Rík áhersla er lögð á verklega kennslu. FYRRI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 13. JÚNÍ! Alvöru nám í einkaþjálfun Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Glæsifatnaður Stærðir 34-52

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.