24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Í dag kaupa flestir sér gasgrill, þau hafa náttúrlega ótvíræða kosti. Þau eru fljót að hitna og maður losnar við vesenið með kolin. Ég mæli samt með því að fólk kaupi líka kolagrill til að eiga,“ segir Ingvar sem notar kolagrillið þegar hann vill fullkomna eldamennsk- una. „Ég nota gasgrillið hversdags en kolin eru meira alvöru. Fyrir dýra og flotta steik og alveg sérlega vandað og gott hráefni nota ég kolin, ekki spurning, af því að ko- lagrillin gefa hið eina sanna grill- bragð. Gasið verður aldrei annað en ódýr eftirlíking af því. En þá skiptir líka mjög miklu máli að nota ekta viðarkol, sem líta út eins og brenndir spýtukubbar, en ekki pressuð kol. Þau eru reyndar helmingi dýrari en venjuleg kol en þau gefa líka helmingi meiri hita.“ Þrífa strax eftir notkun „Það skiptir öllu máli að þrífa grillgrindina vel og það er langbest að gera það strax að notkun lok- inni. Ekki bíða með það þangað til næst og fara þá að bursta af grill- inu. Best er að bursta strax og draga smá matarolíu yfir teinana að því loknu til að sporna við ryði,“ segir Ingvar. Hann segir einnig mjög gott að bera jurtaolíu á grillið áður en grillað er. Það kemur í veg fyrir að maturinn festist á teinunum. „Það er einnig lykilatriði að þerra allan mat mjög vel áður en hann er settur á grillið og pensla svo með olíu.“ Lambasteik fyrir byrjendur Aðspurður um tilvalið hráefni fyrir byrjendur í grillmennskunni er Ingvar fljótur til að svara. „Það er gott að byrja á lambinu, það er varla hægt að klúðra því af því að það er hægt að bera það fram alla- vega steikt.“ Ingvar starfar nú við að elda ofan í starfsfólk Lands- virkjunar, sem nýtur góðs af grill- hæfileikum Ingvars. „Ég er með risastórt grill hérna sem ég ýti stundum út fyrir, oft tvisvar í viku yfir sumartímann. Það er ekkert slegið slöku við í því og húrrandi metnaður í gangi. Starfsfólkið er svakalega ánægt með þetta og flestir passa sig á því bóka ekki fundi úti í bæ í hádeginu á fimmtudögum,“ segir Ingvar að lokum. Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari er einn besti grillari landsins Notar kolagrillið fyrir fínustu steikur Ingvar Sigurðsson er einn mesti grillmeistari lands- ins. Hann var yfirkokkur á Argentínu í 15 ár auk þess sem hann stjórnaði sjónvarpsþættinum „Við grillið“ í nokkur ár. Hann miðlar af reynslu sinni til þeirra sem stefna á glæsta sigra fyrir framan grillið í sumar. Ingvar Kann sitthvað fyrir sér fyrir framan grillið. ➤ Lambakjöt er tilvalið fyrir þásem eru að prófa sig áfram í grillmennskunni. ➤ Mikilvægt er að þrífa grilliðstrax eftir notkun og pensla teinana með matarolíu til að koma í veg fyrir ryð. FYRIR BYRJENDUR Tilvalin leið til að sameina alla fjölskylduna við grillið úti í garði á sólríkum sumardegi er að grilla pitsur. Börnin munu elska það og foreldrarnir geta leikið sér að því að prófa sig áfram með álegg á pitsuna, til dæmis ljúffengan mozzarella-ost eða ferskar krydd- jurtir. Ferlið er nokkuð fljótlegt en mikilvægt er að hafa athyglina við eldamennskuna svo pitsan brenni ekki við. Gott að hafa áleggið tilbúið Fyrst skal hafa í huga að hafa grillið hreint og svo er gott að setja smávegis af jurtaolíu beint á grill- ið. Galdurinn við að grilla pitsur er að setja flatbökudeigið á grillið í fimm til tíu mínútur og hafa lokið niðri áður en áleggið er sett á. Þeg- ar botninn er orðinn fallega gyllt- ur og stökkur má snúa honum við. Því næst er komið að því að setja áleggið beint á pitsuna og þá er mikilvægt að hafa hröð handtök. Gott ráð er að hafa áleggið, sem er valið eftir smekk, tilbúið á diski við hliðina á grillinu. Þegar búið er að setja áleggið á má loka grillinu aftur í tvær til þrjár mínútur og fylgjast vel með því að pitsan brenni ekki við. Þá er hún tilbúin og tími til að njóta hennar með bestu lyst. haukurh@24stundir.is Að grilla pitsur er góð leið til að sameina alla við grillið Tilvalið að grilla pitsur með börnunum Gráðostakryddsmjör sem passar vel við allt Í uppáhaldi á sumrin Grillaður kjúklingur Fer vel með kryddsmjörinu. Ingvar Sigurðsson gefur hér les- endum uppskrift af ljúffengu gráðostakryddsmjöri. „Þessa upp- skrift held ég mikið upp á. Þetta er gráðostakryddsmjör sem passar með nánast öllum grillmat, hvort sem það er kjúklingur, naut, lamb, svín eða grænmeti,“ segir Ingvar. 250 g smjör 125 g gráðostur 3 sólþurrkaðir tómatar 2 hvítlauksgeirar 6 svartar ólífur lítið knippi af steinselju Smjörið og gráðosturinn eru látin ná stofuhita og svo sett í skál og unnið vel saman með sleif. Því næst eru sólþurrkuðu tómatarnir, hvítlaukurinn og ólífurnar saxaðar niður ásamt steinseljunni. Þessu er blandað út í smjörið og ostinn og allt unnið vel saman. Síðan er þetta sett á plastfilmu og rúllað upp og sett í kæli. Það má þó bera kryddsmjörið fram beint en þá verður það eins og mauk. Eins og áður kemur fram passar þetta ein- staklega vel með nánast öllum grillmat en Ingvar gefur hér ráð- leggingar að kjúklingabringum til að hafa með þessu. Bringurnar eru þerraðar vel með pappír, því næst kryddaðar með salti og pip- ar. Loks er kjúklingurinn pensl- aður með ólífuolíu og grillaður við vægan hita í 15 til 20 mínútur. Rétt áður en kjúklingabringurnar eru teknar af grillinu á að kreista sítrónusafa yfir og krydda með pipar úr kvörn. Þetta er borið fram með fersku salati, gráð- ostakryddsmjörinu og ferskum grilluðum maís. haukurh@24stundir.is Það getur vafist fyrir mörgum að stilla hitann á grillinu þannig að steiking fari vel fram. Sannleik- urinn er sá að hitinn á grillinu fer eftir litnum á kjötinu sem grillað er. „Ljóst kjöt á borð við kjúkling og svínakjöt er steikt við vægan hita á meðan naut er steikt við mjög snarpan og háan hita,“ segir Ingvar Sigurðsson grillmeistari. Þeir sem eru gjarnir á að brenna kjúklingabringurnar ættu að hafa þetta í huga næst þegar kveikt er upp í grillinu. hh Hitinn á grillinu fer eftir litnum VORIÐGRILLIÐ lifsstill@24stundir.is a Kolagrillin gefa hið eina sanna grillbragð. Gasið verður aldrei annað en ódýr eftirlíking af því.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.