24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Það er mikil gróska í stutt- myndagerð um þessar mundir og þörf á keppni sem þessari,“ segir Snævar Már Jónsson, umsjón- armaður Stuttmyndadaga í Reykjavík. Hann segir keppnina mikilvægan vettvang fyrir áhuga- fólk um stuttmyndagerð til að koma verkum sínum á framfæri. „Svona myndir eru ekki sýndar í bíó og ekki í sjónvarpi. En til þess að stuttmyndagerð blómstri hér á landi þurfa höfundar þeirra auð- vitað að geta komið þeim fram á sjónarsviðið. Að hátíðinni lokinni verður auk þess sýndur í Sjónvarp- inu klukkustundalangur þáttur um keppnina og þar verður hægt að berja bestu myndirnar augum. Þær fá því góða kynningu.“ Fólk úr öllum áttum Að þessu sinni keppa 15 myndir til úrslita, en þær voru valdar úr hópi 40 mynda sem sendar voru til þátttöku. „Þetta eru bæði stelpur og strákar og ungir sem aldnir. Al- veg allur skalinn,“ segir Snævar. Hann á erfitt með að segja til um hvað þurfi að einkenna stutt- mynd til að hún teljist góð. „Menn taka sér fyrir hendur öll viðfangs- efni á milli himins og jarðar. Í sumum myndum er jafnvel enginn söguþráður heldur bara einhver listræn sköpun hjá einstaklingn- um. Það er náttúrulega bara mik- ilvægast að fólk hafi gaman af stuttmyndunum,“ segir Snævar. Cannes í húfi Verðlaunin eru ekki af verri end- anum en leikstjóri myndarinnar sem þykir skara fram úr hlýtur 100 þúsund króna sigurlaun, auk þess sem honum verður boðið til Can- nes á Short Film Corner á næsta ári. „Þetta er mjög öflugur leggur af Cannes-hátíðinni þannig að það er mikið í húfi. Þarna verða þús- undir mynda sýndar og margir helstu kvikmyndaframleiðendur og leikstjórar heims viðstaddir,“ segir Snævar. Stuttmyndadagar Mikil gróska, úrslit í kvöld. 15 stuttmyndir í úrslitum Stuttmyndadaga í Reykjavík í kvöld Sigurvegarinn fer til Cannes Stuttmyndadagar í Reykjavík verða haldnir í Kringlubíói kl. 19 í kvöld. 15 leikstjórar berjast um peningaverðlaun og miða til Cannes. Friðardúfan e. Grím Jón Sigurðsson Post it e. Hlyn Pálmason Reflections e. Gísla Darra Halldórsson Kassinn e. Halldór Halldórsson og Helga Jóhannsson Monsieur Hyde e. Veru Sölvadóttur Hux e. Arnar M. Brynjarsson Uniform Sierra e. Sigríði Soffíu Níels- dóttur The Bird Watcher e. K. Newman Miska e. Grím Örn Þórðarson Lion King and Vodka e. Söndru Guð- rúnu Guðmundsdóttur Smásaga e. Magnús Unnar Fullkominn e. Baldvin Kára Svein- björnsson Morgunmatur e. Leo Ásgeirsson Ties e. Baldvin Kára Sveinbjörnsson Lumpy Diversity e. Önnu Hallin 15 MYNDIR Í ÚRSLITUM Flottur og mjúkur bikini haldari í 30-38 D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.250,- buxur í stíl á kr. 3.385,- Meiri háttar tankini í 32-36 D,DD,E,F skálum á kr. 6.885, buxur í stíl á kr. 2.850,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is "NÝTT OG ÆÐISLEGT!!" iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 20% afsláttur af yfirhöfnum Tilboðið gildir frá fimmtudegi til sunnudags Leikkonan Drea De Matteo segir að hlutverk sitt sem systir Joeys í samnefndum þáttum hafi eyðilagt feril sinn. De Matteo, sem gerði garðinn frægan í sjónvarps- þáttunum Sopranos, hefur lítið fengið að gera eftir að Joey-þættirnir voru teknir af dagskrá. Þóttu þeir afar mislukkaðir og fengu slæmar viðtökur gagnrýnenda og sjónvarpsáhorfenda. Samkvæmt New York Post sér leikkonan mikið eftir að hafa tekið að sér hlutverk í þáttunum og lýsir því sem hræðilegri lífsreynslu. bba Joey eyðilagði ferilinn Tónskáldið Earle H. Hagen er lát- inn, 88 ára að aldri. Hagen er kannski ekki þekktasta nafnið eða andlitið í Hollywood en áhrifa hans gætir víða í sjón- varps- og tónlistarsögunni. Hann er þekktastur fyrir að semja hið sígilda djasslag „Har- lem Nocturne“ og gerði mörg fræg stef við ýmsa sjónvarpsþætti á borð við „The Andy Griffith Show“, „I spy“, „The Dick Van Dyke Show“, „Gomer Pyle“ og „The Mod Squad“ sem allir nutu gríðarlegra vinsælda í Bandaríkj- unum á sínum tíma. Hagen samdi tónlist fyrir meira en 3.000 þætti og sjónvarps- myndir, þar á meðal „Let́s make love“ frá 1960 sem skartaði Ma- rylin Monroe. Hagen gaf út ævi- sögu árið 2002, sem bar nafnið „Memoirs of a Famous Composer – Nobody Ever heard Of“ eða Minningar frægs tónskálds – sem enginn veit hver er.“ tsk Earle Hagen lætur lífið 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Menn taka sér fyrir hendur öll viðfangsefni á milli himins og jarðar. Í sumum myndum er jafnvel enginn söguþráður heldur bara einhver list- ræn sköpun hjá einstaklingnum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.