24 stundir - 29.05.2008, Síða 46

24 stundir - 29.05.2008, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 24stundir „Kreppan kom í póstkassann í formi greiðsluseðils. Bílalán tekið í ágúst 2005. Ég er búin að borga samviskusamlega einhvern 20.000 kall á mánuði sirka. Lánið hefur lækkað um 104.000! Það þýðir að u.þ.b. hálf milljón hefur farið út um gluggann. Ég held ég fari bara að grenja.“ Hafrún Kristjánsdóttir habbakriss.eyjan.is „Þuríður Backman var með sama upphaf á ræðu sinni og Guðni Ágústsson. Nákvæmlega sama er- indi kvæðis Einars Ben. Ef hún hefði verið að hlusta hefði hún líklega getað komist hjá þessum vandræðagangi, eða kannski er þetta bara merki um samstillta stjórnarandstöðu …“ Helga Vala Helgadóttir eyjan.is/helgavala Fyrr í vikunni keypti ég mér harðfiskspoka. Í morgun sá ég ekki harðfiskspokann og fór að- eins að svipast um. Þegar út var komið blasti harðfiskspakkinn við á stéttinni og fiskurinn tættur út um alla götu. Kettirnir í hverf- inu eru sem sagt farnir að verða kræfari en fyrr …“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is „Þetta er alveg dæmigert,“ segir Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar. „Við bjuggumst alveg við einhverju svona. Það virðist vera allt í lagi að sýna fáklæddar konur að glenna sig, eins lengi og það er einhver pjatla fyrir píkunni á þeim, og að maður tali ekki um það of- beldi sem er leyft að sýna. Þarna er bara fallegt fólk að leika sér í sak- leysi sínu, ekkert gróft.“ Eins og 24stundir greindi frá í gær var myndband Sigur Rósar, við nýja lagið Gobbledigook, sett á netið í fyrradag á heimasíðu þeirra og YouTube. Myndbandið er gert af þeim Sigga Kjartans og Stefáni Árna (kalla sig Árni&Kinski) eftir ljósmyndum Ryans McGinleys sem er þekktur fyrir listrænar nekt- armyndir í saklausari kantinum. Í myndbandinu má sjá hóp af nöktu ungu fólki í leikjum í skógi, í vatni og á strönd. Engar tilraunir eru gerðar til þess að hylja kynfæri og stangast það á við siðferð- isreglur YouTube sem bannar nekt með öllu. Sömu reglur gilda um spilun myndbanda í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Ekki í dagspilun á Skífan TV Eina tónlistarsjónvarpsstöð landsins, Skífan TV, treystir sér svo ekki heldur til þess að sýna mynd- bandið í dagspilun. „Ég hef alveg séð grófari mynd- bönd en þetta og það ætti ekki að stuða neinn. Ég skil það samt vel að fólk myndi ekki vilja bjóða börnunum sínum að horfa upp á þetta,“ segir Heiðar Austmann fjölmiðlamaður sem er ábyrgur fyrir því hvað fær spilun á stöðinni og hvað ekki. „Þetta verður því ekki sýnt fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. Nekt er auðvitað það eðli- legasta í heimi, en maður verður einhvers staðar að draga mörkin. Þannig að þeir sem hafa áhuga á því að sjá þetta verða bara að bíða fram til klukkan níu.“ Heiðar segir að Skífan TV sé í gangi á mörgum almennings- stöðum, svo sem í heilsuræktinni og verslunarmiðstöðvum, og því sé ekki við hæfi að bjóða upp á nátt- úrubörn Sigur Rósar. „Þetta er ekki flott myndband til þess að vera að horfa á þegar þú ert að kaupa skó eða borða matinn þinn á ein- hverjum veitingastað.“ Nektarmyndband Sigur Rósar: Of gróft fyrir YouTube og Skífan TV Typpi, brjóst og píkur bönnuð Vefsíðan YouTube, er tón- listarmenn í dag stóla á sem markaðstæki, hefur lokað fyrir nýtt mynd- band Sigur Rósar vegna nektar. Skífan TV leyfir einungis kvöldspilun. Heiðar Austmann Ekki fyrir börnin. Gobbledigook Nátt- úrubörnin bönnuð. Rappglennur leyfðar. HEYRST HEFUR … Garðar Thór Cortes á miklum vinsældum að fagna í Taívan. Frumraun hans kom þar út fyrir mánuði og hefur nú náð toppsæti sölulistans þar í landi. Þá skiptir engu hvort um er að ræða sölulista yfir poppplötur eða klassískar, Cortes trónar á toppn- um. Nýja platan hans, When You Say You Love Me, kemur svo út 23. júní, sama dag og Sigur Rós gefur út nýja skífu sína. bös Barði Jóhannsson er þessa dagana staddur í Frakk- landi og Belgíu að kynna nýju Bang Gang-plötuna sem kemur einmitt út á morgun hér á landi, en um miðjan næsta mánuð í Evrópu. Þar er hann er að- allega í útvarpsviðtölum að spjalla um plötuna, sem heitir Ghosts from the Past, og fá því hlustendur að njóta einstakrar kímni Barða sem oftar en ekki reynist erfiður viðmælandi. bös Forsala er hafin á alþjóðlegu listahátíðina á Ak- ureyri, eða AIM, og er dagskráin glæsileg. Þar koma m.a. fram hollenska sveitin Hoodangers og tromp- etsnillingurinn Sebastian Studnitzky. Af íslenskum atriðum má nefna Mannakorn, Mugison, Retro Stefson, Hvanndalsbræður, Jón Ólafsson og blús- drottninguna Hrund Ósk Árnadóttur. Akureyri mun því iða af tónlist dagana 12.-16. júní. bös „Ég sendi öllum Hafnfirðingum bréf sem eiga afmæli á sama degi og ég. Við erum 85 talsins,“ segir Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir sem verður 48 ára á sunnudag, eða 1. júní. Sama dag og Hafnarfjörður fagnar 100 ára afmæli sínu. „Ég er búin að bjóða þeim til veislu á nýgerðu torgi hérna sem ég er búin að nefna 1. júní torgið, okkur til heiðurs. Ég vona að það verði aldrei kallað neitt annað en það.“ Torgið sem Eiríksína talar um stendur við Byggðasafn Hafn- arfjarðar og hún sér það út um stofugluggann sinn. Muffins handa gestum Yngsta afmælisbarn Hafn- arfjarðar, á sunnudag, verður eins árs en það elsta 86 ára. Í bréfinu biður Eiríksína afmælisbörnin um aðstoð til að gera daginn þeirra sem eftirminnilegastan. „Afmælisdagurinn er eini dag- urinn sem maður fær að vera svo- lítið sjálfhverfur. Bæjarstjórinn hefði átt að bjóða okkur í afmæli, þar sem hann er nú bakarameistari að mennt. En þar sem það varð ekki ákvað ég að fara yfirum í sjálf- hverfunni og auglýsa það að við værum 85 sem ættum afmæli, og bauð þeim. Í bréfinu mæli ég með því að fólk taki með sér vini og vandamenn þannig að það má segja að ég sé að bjóða öllum bæn- um. Ég ætla bjóða upp á muffins og svo afmælisköku til eignar. Svo verður kaffi á könnunni.“ Eiríksína vonast svo til að hægt verði að raða afmælisbörnunum upp í hópmyndatöku á torginu. biggi@24stundir.is Eiríksína fagnar afmæli sínu á sérstakan hátt Býður öllum Hafn- firðingum í veislu Eiríksína Vonast til að nýja torgið verði kallað 1. júní torgið. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 2 5 1 9 4 3 8 6 8 1 3 6 7 5 9 2 4 4 6 9 8 2 3 5 1 7 1 7 6 4 3 8 2 5 9 9 8 2 5 6 7 4 3 1 3 5 4 9 1 2 6 7 8 2 3 8 7 4 9 1 6 5 5 9 1 2 8 6 7 4 3 6 4 7 3 5 1 8 9 2 Er dóttir þín enn í sama herberginu? 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei nei, það er enginn hræddur við nokkra „Rolling Stones“ … Lýður, þurfti ekki að kalla út Vegagerðina? Lýður Árnason læknir er meðlimur í hljómsveitinni Grjót- hrun í Hólshreppi sem hélt tónleika á Óshlíðinni í gær, veginum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, sem er þekkt fyrir grjóthrun og snjóflóð. Hugmyndarík stúdentsgjöf HUGMYNDABÓKIN eflir ímyndunaraflið og er kjörin fyrir þá sem vilja öðlast nýtt sjónar- horn og taka lífið með trompi! Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. ALBERT EINSTEIN

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.