24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 29.05.2008, Blaðsíða 48
24stundir Hrein nautn með réttri hlíf... Germany100-120 cm, þrjár stærðirkrómlitað eða hvítt, án botnsFrá kr. 25.900 SIMPLY CLEVER FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum (einnig fáanlegur með bensínvél). Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. Allir kaupendur Skoda Octavia fá frítt fyrir fjölskyldu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í eitt ár. Verð frá kr. 2.490.000 Verð fyrir lækkun: 2.730.000 kr. Mánaðarleg afborgun: 29.900 kr.* * Verð á Skoda Octavia 1,6 Miðað er við gengistryggðan bílasamning, útborgun 30% eða 747.000 kr. í 84 mánuði. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 11,65%. ? Með hverju árinu sem líður verð égnærsýnni en móðir mín fjarsýnni. Semer ekki í frásögur færandi nema sökumþess að nú er svo komið að haltur leiðirblindan þegar við förum um bæinn gler-augnalausar. Svo vill til að við erum með samastyrkleika, hvorug með neina sjón- skekkju og eigum báðar gleraugu með plastumgjörð. Mín kostuðu hins vegar hvítuna úr augunum en hennar einungis nokkra hundraðkalla. Móðir mín til- heyrir nefnilega þeim hópi fólks sem getur keypt ódýr lesgleraugu í apótek- um, sjoppum og á flugvöllum: Fjarsýn- isfólkinu. Hún þarf ekki að eyða tíma og fé í að láta útbúa gleraugun fyrir sig en kippir þeim heim með tyggjópakkanum og tímaritinu og á raunar fimm gleraugu í fallegum litum. „Kostar ekki neitt, elsk- an.“ Mamma sér í plús og er í plús. Ég er aftur á móti á blús – kaupi mín mín- usgleraugu í gleraugnaverslunum og þyrfti vænan yfirdrátt ef ég ætlaði að hafa fimm slík í umferð. Lengi vel tók ég því sem einu af lögmálum lífsins að mín- usgleraugu væru dýrari en plúsgleraugu, það væri örugglega bara ekki hægt að búa til draslgleraugu fyrir nærsýna. Þangað til að ég fann í eitt einasta sinn slík gleraugu á slikk. Aha, það er sem sé hægt að framleiða þau ódýrt, þau eru bara ekki í búðunum! Mér er nær að ætla að gleraugnaframleiðendur heims- ins hafi sameinast um að halda nærsýn- isfólkinu utan við ódýru lausnina. Af- sakið mig, en ég er bara alveg í mínus yfir þessu. Plúsfólk og mínusfólk Sigríður Víðis Jónsdóttir er í mínus YFIR STRIKIÐ Hvaðan komu ódýru gleraugun? 24 LÍFIÐ Nýjar erlendar kannanir sýna að stelpum fjölgar ört í heimi tölvu- leikjaspilara. Velja öðru- vísi leiki en strákar. Stelpur spila líka tölvuleiki »40 Vefsíðan YouTube hefur lokað fyrir nýtt myndband Sigur Rósar vegna nektar. Skífan TV spilar það ekki á daginn. Myndband Sigur Rósar bannað »46 Fimmtán myndir keppa til úrslita á Stuttmyndadögum í kvöld. Sig- urvegarinn fer til Can- nes á næsta ári. Úrslit Stuttmynda- daga í kvöld »42 ● Skagfirðingar í New York Króksara rak í rogastans í haust þegar söngkenn- arinn Kristján Valgarðsson aug- lýsti í dag- skrárhefti stað- arins eftir söngfólki til að koma fram í Carnegie Hall. Töldu sumir að Kristján væri með stór- mennskubrjálæði á háu stigi eða að grínast. Svo var aldeilis ekki. „Það fara sjö Skagfirðingar út, ásamt kórum úr Reykjavík, og við syngj- um Carmina Burana hinn 14. júní, undir stjórn Garðars Cortes,“ segir Kristján, sáttur með sitt. ● Ferð án fyr- irheits. „Þetta er hugmynd sem ég er búinn að hafa í maganum alveg frá því að ég áttaði mig á því að þetta væri í uppsigl- ingu,“ segir Jón Ólafsson um minningartónleika til heiðurs Steini Steinari sem eru haldnir í Íslensku óperunni í kvöld og annað kvöld. 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins en flutt verða lög er hafa verið samin við ljóð hans. Eldri lög eftir Torfa Ólafs, Bergþóru Árna, Magnús Einars og ný eftir Jón Ólafs og Sigurð Bjólu. Tónleikarnir verða kl. 20.00 í kvöld. ● Alla leið heim „Yfirskriftin er Hafnfirðingar bjóða heim og ég ákvað bara að bjóða alla leið inn í svefnherbergi,“ segir Ólöf Björg Björnsdóttir sem setur upp listasýningu í svefn- herberginu sínu í Engjahlíð 5 í Hafnarfirði milli 18 og 22 í kvöld. „Svefnherbergið er persónulegur staður og ég hef breytt því í vinnu- stofu. Í listsköpun þarf maður að vera í góðum tengslum við sjálfan sig og hvaða staður er betri til list- sköpunar en svefnherbergið?“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.