24 stundir - 19.06.2008, Blaðsíða 1
24stundirfimmtudagur19. júní 2008114. tölublað 4. árgangur
Ómar Smári Ármannsson lög-
regluþjónn hefur ásamt nokkrum
kollegum sínum gengið Reykja-
nesskagann þveran og endi-
langan síðasta áratuginn.
Reykjanesið gengið
ÚTIVIST»26
Hvar er næsta kynslóð af Birgittu Hauk-
dal? spyrja menn og undrast ládeyðu á
sumarsmellamarkaðnum. Enn bólar lít-
ið á hinum týpísku sumarslögurum
og komið fram á sumar.
Engir sumarsmellir?
FÓLK»38
8
8
3
6 7
VEÐRIÐ Í DAG »2
Matinn þarf ekki að bragðbæta
með misjafnlega hollum sósum.
Best er að fara að dæmi nakta
kokksins, Jamie Oliver, og
hafa allt ferskt og gott.
Ferskleikinn bestur
»24
Guðmundur Þorsteinsson, íbúi á
Finnbogastöðum í Trékyllisvík, ætl-
ar að byggja aftur á staðnum en
hann missti allt sitt í
bruna. Söfnun er í gangi.
Safnað fyrir Guðmund
»10
Útigrill fyrir almenning sem nota
má yfir sumartímann eru á nokkr-
um stöðum í Reykjavík. Þar geta
fjölskyldur komið saman
og gert sér glaðan dag.
Útigrill fyrir alla
»28
NEYTENDAVAKTIN »4
58% munur á
fellihýsastæði
Björn Bjarnason segir í nýjum
pistli á heimasíðu sinni athugandi
að bjóða út flutninga gæslu-
varðhaldsfanga milli Litla-Hrauns
og Reykjavíkur.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri seg-
ir gæsluvarðhaldsfangelsi leysa
þennan vanda en tíma lögreglu-
manna sé betur varið í
annað en akstur.
Fangaflutningar
boðnir út?
»11
Stöðugt hærra verð á eldsneyti
veldur miklum erfiðleikum í
rekstri flugfélaga. Íslensku flug-
félögin hafa þegar ákveðið að slá af
áfangastaði og fækka ferðum.
Rekstur félaganna er til endur-
skoðunar og hjá báðum félögun-
um reyna menn að
hagræða eftir megni.
Flugfélögin
lækka flugið
»18
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
Bíltúrinn er orðinn mun dýrari í
dag en fyrir ári síðan. Eftir hækk-
anir olíufélaganna í gær kostar lítr-
inn af bensíni rúmar 173 krónur og
tæpar 190 krónur dísillítrinn.
Hækkunin nemur rúmum þremur
krónum á bensínlítra og tæplega
fimm krónum á dísillítra.
Algengursunnudagsbíltúr á fjór-
um stöðum á landinu er dýru verð-
ið keyptur borinn saman við verð-
lag í fyrra.
Sunnudagsbíltúrinn
Þegar fjölskylda á Akureyri
ákveður að fara í bíltúr að Mývatni
kostar það mun meira en í fyrra. Ef
ekið er á sjálfskiptum bensínbíl þá
kostar ferðin nú um 2.192 krónur
miðað við 1.570 krónur á sama
tíma í fyrra. Ef fjölskyldan ekur á
sjálfskiptum dísilbíl kostar ferðin
nú 3.536 krónur en 2.306 krónur á
sama tíma í fyrra. Hækkunin á
bensíni er tæplega 40% á milli ára
en rúmlega 53% á dísillítra.
Gríðarlegar hækkanir
Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, segir að ástæð-
urnar fyrir hækkununum liggi í
hækkun á heimsmarkaðsverði
eldsneytis og veikingu krónunnar.
„Krónan er að veikjast en á sama
tíma held ég að fólk sé meðvitaðra
um bensíneyðslu í dag og fækki
óþarfa bíltúrum,“ segir hann.
Ómögulegt er að spá fyrir um
verðþróun á olíu á heimsmörkuð-
um en ólíklegt þykir að fatið af olíu
lækki á næstunni. Það hefur áhrif á
olíuverð til neytenda.
Vistakstur
„Mikilvægt er að aka á jöfnum
hraða og að fólk sé meðvitað um
flæði umferðarinnar,“ segir Run-
ólfur og tekur einnig fram að réttur
loftþrýstingur í hjólbörðum öku-
tækja sé öryggisatriði og hafi áhrif á
eyðslu.
Lítrinn af bensíni er 40% dýrari og dísil 53% dýrari en á sama
tíma í fyrra Sunnudagsbíltúrinn kostar sitt og neytendum blæðir
Bensín hækkar,
bíltúrum fækkar
BILALAND.IS
GRJÓTHÁLSI 1 & SÆVARHÖFÐA 2
FINNDU RÉTTA BÍLINN Á WWW.BILALAND.IS!
Á nýja vefnum okkar, bilaland.is, geturðu fundið nákvæmlega þann bíl sem þú leitar að
með einfaldri leit. Þú gramsar og rótar og færð allar upplýsingar um hvern bíl og skoðar
fjölda mynda áður en þú kemur á staðinn - þannig verða bílakaupin miklu markvissari.
STYRKTU ÁTAKIÐ!
Við höfum
opnað fyrir
söfnunar-
númerin
Bein útsending á föstu-
daginn á SkjáEinum
903 1000
903 3000
903 5000
Reykjavík- Þingvellir- Reykjavík 98 km
Sjálfskiptur bensínbíll, Toyota Corolla.
Kostnaður: 1084 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 776 kr.
Munur: 308 kr.
Sjálfskiptur dísilbíll, Range Rover.
Kostnaður: 1750 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 1.142 kr
Munur: 608 kr.
Reyðarfjörður - Eiðar- Reyðarfjörður 92 km
Sjálfskiptur bensínbíll, Toyota Corolla.
Kostnaður: 1018 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 630 kr.
Munur: 388 kr.
Sjálfskiptur dísilbíll, Range Rover.
Kostnaður: 1643 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 816 kr.
Munur: 827 kr.
Akureyri - Mývatn- Akureyri 198 km
Sjálfskiptur bensínbíll, Toyota Corolla.
Kostnaður: 2.192 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 1.570 kr.
Munur: 622 kr.
Sjálfskiptur dísilbíll, Range Rover.
Kostnaður: 3.536 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 2.306 kr.
Munur: 1230 kr.
Ísafjörður - Þingeyri -Ísafjörður 98 km
Sjálfskiptur bensínbíll Toyota Corolla.
Kostnaður: 1084 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 776 kr.
Munur: 308 kr.
Sjálfskiptur dísilbíll, Range Rover.
Kostnaður: 1750 kr.
Kostnaður fyrir einu ári: 1.142 kr.
Munur: 608 kr.
Verðþróun á bensíni síðan á síðasta ári m. við sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð.
Verð í júní í fyrra
Bensín: 124 kr og því er tæplega 40% hækkun á bensínverði miðað við sama tíma í fyrra.
Dísil: 124 kr ríflega 53% hækkun á dísilverði miðað við sama tíma í fyrra.
Forsendur fyrir verði í dag: 173 kr./lítrinn bensín190 kr/lítrinn dísil
Forsendur fyrir verði fyrir ári síðan: 124kr./ lítrinn bensín og 124 kr/lítrinn dísil
Sunnudagsbíltúrinn
verður dýrari
Geir H. Haarde forsætisráðherra
segir að ríkisstjórnin þurfi ekki
hvatningu frá öðrum í efnahags-
málum. Hann segist fylgjandi því
að farið verði í virkjanir. Hann seg-
ir þau mál þó ekki vera á sínu
borði og undir það tekur Össur
Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra.
Þarf ekki hvatn-
ingu frá öðrum
»4
»14