Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 4
var hann tekinn og blindaður af keppinautum sín- um um völdin. Eftir þetta lá Litla-Asía fyrir fótum Seldjúka. Þeir sóttu gegn Miklagarði, komu á fót voldugu ríki í Litlu-Asíu, Rúm, með höfuðborg í Konia, Iconium að fornu. En Ekelöf hitti einnig fyrir gamlan kunningja sinn, furstann af Emgión, sem áður kemur fyrir í nokkrum kvæðum í bókum Non serviam og Opus incertum. Nafni furstans kynntist hann fyrst með dálítið sérkennilegum hætti og ekki mjög alvar- leguiii; það var á „andafundi” skömmu fyrir 1940. Þar skemmtu menn sér við að leita eftir sambandi Við „annan heim” með andaglasi og borðfæti. Það kom á daginn að „andi” Ekelöfs var „fursti af Em- gión” og átti heima einhversstaðar í Persíu. Eke- löf héfur þegar orðið ljóst hvað klukkan sló. Fursta- dæmi hans var sagt einmitt á heimaslóðum pers- neskra bókmennta sem hann hafði fengið nasasjón af á stúdentsárum sínum. Og þegar hann hafði síð- ar meir lesið býsanzka sögu varð honum Ijóst að furstinn hlaut að vera eihn akrítanna og hafði tekið þátt í orrustunni við Manzikert. í marz 19G5 fór Gunnar Ekelöf til Istanbúl. Síð- asta dag mánaðarins leitaði hann uppi litla kapellu sem stendur yfir helgri lind við rústir Vlacherne- hallar, þar sem síðustu Miklagarðskeisarar bjuggu, skammt innan við borgarmúr Þeódíusar II við Gullna hornið. Að líkindum var það ekki íkon helgrar meyjar frá Vlacherne sem leiddi hann þangað heldur einnig frásögn Jacobs Jonas Björnstáhls, sem í Reisubók sinni segir frá heimsókn á sama stað árið 1777. Hann segir að þar hafi verið kirkja helgrar meyjar sem nú sé fallin í rústir. Innst inni i langri og myrkri hvelfingu sé þar lind sem Grikkir hafi átrúnað á; það sé saltbragð af vatninu. En hvelfingin .er lýst mörgum litlum kertum sem gestir láta tilsjónarmann staðarins hafa; hánn leigir stáðinn af Tyrkjum ásamt með litlum aldingarði sém þar er. segir Björnstáhl. Og lýsing hans er rögð koma heim enn í dag. Frammi fyrir Vlacherne-madonnunni hitti Gunn- ar Ekelöf fyrir sína eigin skuggamynd, furstann af Emgíón sem var fluttur þangað fanginn eftir orrustuna við Manzikert. Og næstu tvo daga orti hann, eða færði í letur, eða lagði út, ef menn kjósa það orðalag heldur, kvæðin 29 í diwán furst- ans Þar við bættust á skömmum tíma önnur 29 kvæði, seinni þluti ljóðanna sem hann nefnir „Di- v/án um furstann af Emgión, lagður út af Gunnari Ekelöf ” Ekkert kvæði í bókinni er sem sé eldra en fyrr segir, og er tilkomusaga bókarinnar einstök meðal lióðasafna Ekelöfs.Af þv£ sem áður var sagt er ljóst að furstinn af Emgión á sér enga raunverulega sögulega fyrirmynd; Ekelöf hefur ekki þýtt né ort upp tiltekin fornkvæði heldur hefur hann ort ljóðaflokk um uppspunna persónu, furstann af Em- gión, sem hann bæði setur inn í sögulegt sam- héngi og Ijáir hönum sitt eigið svipmót Það m'ætti 52 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ segja að sjálfur sé hann holdtekja persónunnar sem hann kallar fursta af Emgión. Þessu skáldskaparlagi er fylgt fram af ýtrustu nákvæmni og óbrigðulli stílfcennd. í fcvæðunum koma fyrir sögulegar persónur og atvik frá ýmsum tímum, alveg eins og í kvæðinu um Digenís Alcrítas og öðrum hetjukvæðum miðalda, og eins og þar eru innbyrðis mótsagnir, tímaskekkjur og seinni tíma viðaukar auðfundnir í verki Ekelöfs. Dæmi þess er kvæðið bar sem furstinn lýsir bví yfir að Babr keisari hafi tekið son hans að sér í Ferghana við Amu-darja; Babúr keisari sem stofnsetti ríki stór- mógúlanna í Indlandi var raunar uppi á 15du og lGdu öld. Þegar furstinn segir Digenís liafa selt sig í gislingu kemur þetta heldur ekki heim við tímatal atburðanna við Manzikert með því að sögu- legur kjarni Digeniskvæðisins mun vera frá árunum fyrir 944; þá náðu kristnir menn á sitt vald helgum dómi tyrkneskum sem frá segir í kvæðinu. Hafi Digenís raunverulega verið til liefur hann að lík- indum verið uppi á 9du öld, ef til vill fyrri hluta lOdu aldar, á tíð Romanós Lakapenos. Ekelöf hefur sklpað sér í hina fjölmennu skáldasveit, alþýðu- skálda og lærdómsmanna, sem kveða um söguna af Digenis Akríta og prjóna við hana. En hann gerir það án þess að taka upp form né leiðarstef hinna fyrri kvæði; verk hans er engin stæling. Kvæðaflokkur hans tekur upp sögulegt efni sem allt of- lítill gaumur hefur verið gefinn og færir okkur eigin tíma það heim. Röddin í kvæðunum er Eke- löfs eigin; aðeins efniviður þeirra er sameigin- legt hetjukvæðinu um Digenís. Sagan segir að furstinn hafi barizt með Romanós Diogénes, verið tekinn höndum við Manzikert af Alp Arslan, soldáni Seldjúka, losnað í fangaskipt- um og verið fluttur til fangelsisins í Vlacherne þar sem hann er hafður í haldi meðan Nikefóros Botaniátes er við völd. í fangavistinni vitjar hans hin helga mey frá Vlacherne og líknar honum í raun- um hans; fundi þeirra er lýst í undursamlegu kvæði um sundurkyssta mynd hennar undir hvítu, sundur- kysstu silfri. Þegar Aléxios I Komnénos kemur til valda árið 1081 er furstinn loks látinn laus, en hefur áður verið pyntaður og blindaður með nálum, og heldur nú heim á leið til Armeníu. í fyrstu er leið hans hin sama og Ekelöfs vorið 1965. Hann fer frá Smyrnu um Manisa til Sart, eða Sardes, þar sem hann fer framhjá Silypos-fjalli með mynd af Niobe goðsögunnar, sex barna móður, höggna í klettinn; fyrir hugarsjónum hans tekur einnig hún á sig mynd almóðurinnar. Frá Sardes liggur leið hans til Konia, höfuðstaðar Seldjúkanna þar sem hann kann að hafa hitt fyrir Nizam el-mulk, hinn hámenntaða og stjórnvitra vesír Alp Arslans, sem var veginn árið 1092; og þar kann hann að hafa fengið ást á persneskum kveðskap eins og segir í einu kvæðinu. Seldjúkár tóku fljótlega upp persneska menningu og einn af kjörfrændum Ekelöfs, sem hann hefur þýtt á sænsku, Jalálu’d-Dín Rúmi lifði og orti í Konia á 13du öld. Samtíðarmaður hans, nokkru eldri, var Ibn el-Arabí sem hefur lagt til

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.