Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 13
00<x><XXXXX>«0=C<fOOOiOCW>0«<>«<><XK><X><><X><X><XX><^^ Um þessar mundir eru liðin rétt fimmtíu ár frá Páskauppreisninni í Dyflinni. írskir þjóðern issinnar hófu uppreisn gegn yfirráðum Breta á annan dag páska 1916, en uppreisnin var bæld niður af mikilli hörku eftir harða götubardaga í fimm daga. Frásögn sú, sem hér birtist, af Páskaupp- reisninni er endursögð og lauslega þýdd' úr bók D. J. COODSPENDs THE CONSPIRATORS. FrásÖgnin er svo löng, að skipta verður henni í tvö blöð, og birtist síð- ari hlutinn , í næsta blaði,, en þar segir frá uppreisninni sjálfri. xx>oooooooooooooooooo<x>oo< x^ooooooooooooooo^xxxxxxx^ b.vkkjuþungu menn, sem höfðu risið upp í réttlátrl reiði gegn þrælaverzluninni, gegn barnavinnu og gegn harðneskju refsilöggjafarinnar, þegar þeir komust að því, hvorum megin réttlætið lá, gat ekk- ert stöðvar kröfur þeirra um úrbætur. Þá höfðu írar einnig fengið foringja á þingi, sem vegna uppeldis síns og persónuleika og mótmæl- andatrúar sinnar var að minnsta kosti að hálfu við- urkenndur af Englendingum. Það var Charles Stewart Parnell. Frá 1875 hélt Parnell og samþing- menn hans frá írlandi uppi þófi, til þess „að láta kirkjuklukkurnar hringja,” unz bætt hefði verið fyrir misgjörðirnar gagnvart írlandi. Og þar eð írsku þingmennirnir voru í oddaaðstöðu á þinginu, gátu enskir þingmenn ekki lengur svarað ásökunum íranna með geispum. Árið 1881 var Parnell fangels- aður stuttan tíma, og eftir það var hann „ókrýndur konungur írlands” næstu níu árin. Gladstone, foringi frjálslyndra í Englandi, lagði fram fyrsta frumvarpið um heimastjórn fyrir írland árið 1886. íhaldsflokkurinn og Bretasinnar í Úlster börðust hatrammlega gegn frumvarpinu, og í Bel- fast kom til átaka og blóðsúthellinga. í kosningun- «œ, sem fylgdu strax á eftir, unnu. íhaldsmenn sigur °g Salisbury lávarður komst aftur til valda. Árið 1887 lét ráðuneyti hans setja hin svokölluðu glæpa- lög, þar sem landstjóranum á írlandi var heimilaö að lýsa öll samtök íra ólögleg, hömlur voru lagðar á blöð og afnuminn réttur sakborninga til að vera daemdir af kviðdómi. Á næstu þremur árum voru um fimm þúsund menn sóttir til saka samkvæmt bessum lögum, ákærðir fyrir afbrot alít frá því að hafa skotið á landeigendur niður í að hafa raul- að uppreisnarsöngva. Frægt er dæmið um ungl- inginn, sem var tekinn fastur fyrir að hafa horft á lögregluþjón með „andstyggðar glotti.” Þessar ráðstafanir dugðu auðvitað ekki til að gera íra spaka. Það var heimastjórnarmönnum miklu meira áfall, þegar Parnell var ákærður fyrir bjúskaparbrot árið 1890. En hann andaðist næsta ár, og þá tók John Redmond við forystu írska flokks- ins á þingi. Redmond var hófsamur í skoðunum og vildi forðast allar æsingar, enda mildaðist af- sitaða bæði fra og Breta mjög á þessum árum. Þeg- ar Gladstone flutti öðru sinni frumvarp um heima- stjórn, var það samþykkt í neðri málstofunni, en fellt í lávarðadeildinni. Tora Clarke sat í tóbaksbúð sinni við Parnell- stræti og leizt ekki á blikuna. Hann kærði sig ekki un málamiðlun. Honum bauð við þeirri hugsun, að sjálfstæðinu yrði slett í írland sem gjöf eftir aldalanga baráttu. Hann vildi, að írland sækti frelsið undir gunnfánum. En aðstæðurnar voru þannig, að þessi draumur virtist ólíklegur til að ræt- ast, og Tom Clarke var kominn á fremsta hlunn með að fara til Suður-Afríku til að berjast gegn Bretum í Búastríðinu. En áður en af því yrði fengu félagar úr írska lýðveldisbræðralaginu (I.R.B. = Irish Republican Brotherhood) talið hann á að vera kyrr í írlandi. I.R.B. var gamalt leynifélag, sem hafði verið stofn- að í Bandaríkjunum árið 1858 af John O’Mahoney og James Stephens, en þeir höfðu báðir komizt lífs af úr uppreisnartilrauninni 1848. Deild úr Bræðra- laginu hafði skömmu síðar verið stofnuð í íslandi, en aðalstöðvar samtákanba voru áfram vestan' háfs i nánum tengslum við hið öfluga írsk-ameríska fé- lag Clan na Gael. Við inngöngu í I.R.B. voru félags- menn látnir vinna hátíðlegan eiö: — Ég .... lofa því hátíðlega frammi fyrir Guði, að ég mun gera mitt ítrasta til, að gera írland sjálf- stætt, að ég mun vera trúr æðsta ráði írska Lýð- veldisbræðralagsins og stjórn írska lýðveldisins, að ég mun lilýða skilyrðislaust lögum írska Lýðveldis- bræðralagsins og öllum yfirmönnum minum, og varð- veita Ieyndarmál samtakanna. Svo hjálpi mér Guð, Kaþólska kirkjan fordæmdi Bræðralagið eins og öll Ieynifélög, en engu að síður flykktust írskir þjóð- ernissinnar í samtökin. Clarke gekk snemma í I.R.B. og hann hafði verið i sendiför á vegum sam- takanna, þegar hann á sínum tíma var tekinn fast- ur og dæmdur. Þegar Clarke tók aftur að starfa innan I.R.B. voru samtökin veik og athafnalítil. Raunar var talað mik- ið innan þeirra, en pólitískur og persónulegur á- greiningur haíði lamað samtökin svo, að ekkert já- kvætt var gert. Clarke, sem naut ljómans af fimmtán ára píslarvætti, var innan tíðar kjörinn í æðsta ráðið, og þá byrjaði hann í leynd og með óþrjót- andi þolinmæði að endurskipuleggja samtökin og ALÞÝÐUBLAÐH) - 6UNNUDAGSBLAO J53

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.