Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 11
innlit lifun Það tekur á móti manni ótrúlegur kökuilmur þegar komið er heim til Helgu. Hún er að baka smjörköku. Stuttu síðar er kökuilmurinn orðinn að brauðilmi og loks hvítlaukslykt. Helga er að elda fyrir lesendur Lifunar en þegar hún bjó í Bandaríkjunum fór hún í 2 ára nám í námskeiðsformi í matreiðsluskóla sem ítölsk kona stofnaði og leggur aðallega áherslu á ítalska matargerð. Þess ber að geta að Helga er skírð í höfuðið á afasystur sinni, Helgu Sigurðardóttur hússtjórnarkennara og skólastýru Húsmæðrakennaraskólans sem á sínum tíma skrifaði hinar þekktu matreiðslu- bækur sem margar húsmæður drógu lærdóm sinn af. Foccacia með pestói Gott gerdeig smurt með heimalöguðu pestói. Pestó: 2 bollar fersk basilíka . 2 hvítlauksrif . 1/2 bolli ristaðar furuhnetur . 1/2 bolli parmesanostur . 1/2 bolli olía . salt og pipar eftir smekk . Allt hráefnið er hrært vel saman í matvinnsluvél en gott er að setja ostinn síðast út í blönduna. Helga notar aldrei salt og pipar í pestóið fyrr en hún notar það eða ber það fram. Einnig er gott að gera pestó með klettasalati (rucola) en þá notar Helga 3 bolla af salati í stað basilíkunnar. Kjúklingasamloka Lögur á kjúkling: 2 dl olía . safi úr ferskri sítrónu . lófafylli af saxaðri ferskri steinselju . salt og pipar eftir smekk . Allt hrært saman, kjúklingabringur látnar liggja í leginum í 24 tíma og þá skellt á grillið. Bornar fram í bagettubrauði sem hefur verið smurt með smjöri og hvítlauk og grillað örlítið í ofni. Gott að hafa klettasalat, tómata, avokado og kóríander á milli með kjúklingnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.