Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 14
innlit Er heimilið fullt hús matar? „Ætli það ekki.“ Guðrún tekur við: „Mamma segir oft við mig: Guðrún, eigum við ekki að baka góða köku?“ Leynist alltaf góðgæti í ísskápnum? Guðrún: „Mamma getur alltaf gert eitthvað gott úr því sem er til í ísskápnum.“ Hefur starf og áhugamál áhrif á útlit heimilisins? „Ég geri ráð fyrir því og held að allt sem maður gerir hafi áhrif á mann. Við bjugg- um í Shaker Heights í Bandaríkjunum þar sem Shaker-fólk bjó áður og keyptum okkur svolítið af húsgögnum í þeim stíl.“ Er matreiðslan breytileg eftir árstíðum? „Já, hún er léttari á sumrin. Undanfarið hef ég eldað lúðu, skötusel og kjúkling og nota þá gjarnan sama löginn á hráefnið, lög úr olíu, sítrónusafa, steinselju, graslauk, salti og pipar. Ég læt kjúklinginn liggja í 24 tíma í þessum legi áður en ég elda hann en þá verður hann sér- lega meyr.“ Smjörkaka 1/3 bolli sykur . 75 g smjör . 2 egg . 1 bolli hveiti . 2 tsk lyftiduft . smá salt . 1/3 bolli mjólk . Sykur og smjör er þeytt vel saman og loks eggin með. Þá fara þurrefnin út í blönduna sem og mjólkin. Bakist við 175° hita í 20 mínútur og best að bera kökuna fram heita með rjóma og ferskum berjum. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.