Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 34
matur Sunrise Chardonnay Ljósgulur og bjartur litur með mikinn þokka. Fremur unglegur ilmur sem minnir á banana, vanillu og kanil. Suðrænir ávextir áberandi og má þar nefna mangó og ananas. Geysilega ferskt með góðri fyllingu í mjög góðu jafnvægi. Frábært veisluvín sem gengur vel í fjöldann. Passar vel með sjávarmeti, salötum og ljósu kjöti. Frábært vín í sumarbústaðinn. Casillero del Diablo Chardonnay Skærgult og tært. Mjög aðlaðandi ilmur með þungum ananasilmi og smjöráferð. Ferskt og snarpt en fágað með skemmtilega flóru af ávöxtum í bland við mjúka eik. Langt og gott eftirbragð sem er örlítið kryddað. Matarmikið vín sem nýtur sín best með ljósu kjöti, salötum og fiskmeti. Snilldar sumarvín og passar vel í garðveisluna. Montana Sauvignon Blanc Strágult á lit og mjög tært. Mikið um sítrus í ilmi og ef vel er að gáð má finna papriku. Mikill ávöxtur, ferskar jurtir og sítrustónn í bragði. Ákaflega ferskt og lifandi vín með mikinn karakter. Gott með grilluðum laxi og ýmiss konar salati með t.d. ólívum og fetaosti. Einnig frábært með kjúklingi og svínakjöti. Codorniu Semi-Seco Stráljósgulur á lit og með fínlegar bólur og mikið líf. Í nefi er það opið og ávaxtaríkt með smá hnetukeim. Epli og ristað brauð eru áberandi í bragði. Ferskt og gott jafnvægi á milli sykurs og sýru. Frábært vín með smáréttum og sætindum og engin spurning um það að hér er um að ræða vín sem passar vel í brúðkaup og aðrar stórveislur. Vínin með matnum Harðsoðin egg á spjóti með hráskinku og sinnepskremi 4 harðsoðin egg . 2 samlokubrauðsneiðar . 1 vorlaukur, fínsaxaður . 10 g smjör . 1/2 tsk sinnepsduft . 100 g philadelpia-rjómaostur . salt og svartur pipar . 4 hráskinkusneiðar . 50 g ruccola-salat Skerið hvert egg í þrjá jafnstóra bita. Skerið skorpuna af brauðinu. Leggið plastfilmu yfir brauðið og fletjið út með kökukefli. Mótið hringi sem eru jafn stórir og þvermál eggjabitanna. Mýkið laukinn í smjörinu. Hrærið ost, sinnepsduft og lauk saman. Smakkið til með pipar og salti. Setjið sinnepskrem, brauðhring, hráskinku og ruccola-salat á milli eggjabitanna. Stingið grillpinna í gegn og berið fram. (4 stk.) Hráskinkusneiðar vafðar utan um grissini með ólívu-hnetusósu Grissini-brauðstangir eftir smekk . hráskinkusneiðar eftir smekk . 20 g valhnetur . 170 g svartar ólívur . 3 msk ólívuolía . 1 msk sítrónusafi . 1 hvítlauksrif . salt á hnífsoddi Fínhakkið hneturnar í matvinnsluvél. Setjið ólívurnar saman við. Hakkið. Setjið restina saman við. Maukið. Vefjið hráskinkusneiðum utan um grissini-stangirnar. Berið fram með maukinu. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.