Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 37
matur lifun Frá grænmeti til grænmetis Nú og næstu vikur er sannarlega uppskerutími íslensks grænmetis sem er brakandi ferskt í verslunum. Möguleikar grænmetis til matargerðar eru óþrjótandi og ekki úr vegi að njóta ferskleika hráefnisins meðan hann er sem mestur. Sæmundur Kristjánsson, matreiðslumaður og eigandi veitinga- staðarins Á næstu grösum, fangaði ferskleikann með sumarlegum og seiðandi grænmetisréttum. Gulrótarsúpa með taílensku bragði 450 g gulrætur, skornar í jafna bita . 1 laukur, saxaður . 2 hvít- lauksrif, söxuð . 2,5 cm engiferrót, fínt söxuð . 1 stk sítrónugras, fínt saxað . 1 chillí, kjarnhreinsað og fínt saxað . 1/2 tsk karrý- mauk, paste eða duft . 1 tsk kóríanderfræ . 400 ml kókosmjólk . 700 ml grænmetissoð, má vera búið til úr teningi . 2 msk safi úr límónu . 2 msk ferskt kóríander, saxað . salt og pipar . olía. Bakið gulræturnar í olíu í ofni á 200° hita í 20-25 mínútur eða þangað til þær eru aðeins farnar fá á sig gylltan lit, setjið til hliðar. Hitið olíu í potti og setjið laukinn, hvítlaukinn, engiferið, sítrónugrasið, chillí, karrý og kóríanderfræ út í og eldið við lágan hita í um 5 mínútur til að kryddið nái vel saman. Setjið gulræturnar, kókosmjólkina og grænmetissoðið saman við og komið upp suðu. Minnkið þá hitann og sjóðið rólega í 8- 10 mínútur, bætið límónusafa út í og fersku kóríander og smakkið til.Grænmetið er í boði íslenskra grænmætisbænda. Borðbúnaður Líf og list Ljósmyndir Gunnar Sverrisson Grillað grænmetissalat með kús kús 1/2 l heilhveiti kús kús . 1/2 l vatn . 1/2 eggaldin . 1/2 gul, rauð og græn paprika . 1 rauðlaukur . 4 vorlaukar . 1/2 búnt steinselja, söxuð . 1/2 búnt basilíka, söxuð . 1 límóna eða sítróna, kreist . ólívuolía . salt og pipar Sjóðið og saltið vatnið, setjið kús kús út í. Eftir að kús kús er komið í vatnið verður að taka pottinn af hellunni, setja lokið á og láta hann standa í 6 mínútur. Takið svo sleif og hrærið aðeins í til að fá smá loft í það. Grillið allt grænmetið, kryddið það og skerið í hæfilega bita eða sneiðar. Bætið því út í kús kúsið ásamt kryddjurtum, sítrussafanum og olíunni. Smakkið til og berið fram heitt eða kalt. Einnig er gott að setja klettasalat og kirsuberjatómata í salatið. (Fyrir 4-6).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.