Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 40
matur Hægsteiktir tómatar með mozzarella 6 fallega rauðir tómatar . 1/2 bréf ferskt timían eða oreganó . 2 ferskar mozzarellakúlur . salt og pipar . ólívuolía Skerið tómatana í tvennt, þvert á kjötið. Dreifið timíani á pönnu, hellið ólívuolíu yfir, salti og pipar. Setjið vægan hita undir pönnuna, raðið tómötunum á hana með hýðið niður og kryddið þá með salti og pipar. Leyfið þeim að steikjast á annarri hliðinni í um 30-40 mínútur og hitinn má ekki vera það mikill að kryddjurtirnar brenni. Þegar tómatarnir eru tilbúnir skerið þá ostinn í hæfilega þykkar sneiðar, setjið þær ofan á tómatana og kryddið með pipar. Einnig er hægt að nota olíuna sem til fellur af pönnunni og setja yfir tómatana. Gott er að bera þennan rétt fram með fiski eða kjúklingi eða bara einan og sér. Varla þarf að bera sósu fram með þeim réttum þar sem þessir tómatar eru notaðir því þeir eru mjög safaríkir. Grilluð grænmetisgazpacho-súpa 400 g vel þroskaðir tómatar . 1 rauð og 1 græn paprika, skipt í helminga og kjarnhreinsaðar . 1 rauðlaukur, skorinn í 5 mm hringi . 6 msk ólívuolía . 1/2 agúrka, skorin í bita . 2 hvítlauksgeirar, sneiddir . 2 msk rauðvínsedik . 1 msk fersk óriganóblöð . 1/2 bréf fersk basilíka . 1/4 búnt fersk steinselja . 1/4 tsk cúmín . 1/4 tsk þurrkað timían . salt og pipar Penslið tómatana, paprikuna og laukinn með hluta af olíunni og grillið á vel heitu grilli í um 10 mínútur. Snúið grænmetinu við eftir þörfum þar til það er búið að taka á sig fallegan og gullinn lit. Takið af grænmetinu það sem á að nota sem skraut í súpuna. Setjið afganginn í skál, bætið við 300 ml af vatni, agúrku, hvítlauk, ediki, kryddjurtum og kryddi og afgangnum af olíunni. Leyfið þessu að marinerast í um 6 klukkustundir í kæli. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið vel, sigtið í gegnum meðalgróft sigti og berið súpuna fram vel kælda. Skreytið hana með grænmetinu sem geymt var, skerið það í litla teninga, smakkið til. Í súp- una má bæta sýrðum rjóma, rjóma eða tómatmauki ef vill. (Fyrir 4) Salat með rifnum gulrótum og rauðbeðum 200 g gulrætur, skrældar og rifnar niður með rifjárni . 200 g rauðrófur, skrældar og rifnar niður í rifjárni . 1/4 bréf fersk mynta, skorin í fína strimla . 1 anísstjarna, möluð fínt . 2 msk ristuð sesamfræ . 1 msk ólívuolía . safi úr 1 límónu . salt og pipar Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.