Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 6
Notkun lita er aðgengileg leið til að móta okkar nánasta umhverfi. Þótt sérhver einstaklingur upplifi liti á sinn hátt, þykir sannað að litir hafa áhrif á menn. Ekki aðeins á skynjun og sjón, heldur hafa þeir einnig áhrif á líðan okkar. Til dæmis virkar kaldur blár litur róandi á menn og dýr, eldrauður örvandi og skærgulur eflir sköpunargáfuna. Við hönnun skólabygginga fyrir börn er lita- og efnisval veigamikill þáttur. Litanotkun hefur mikið að segja þegar skapa á skólastarfinu umgjörð sem virkar hvetjandi en stuðlar jafnframt að vellíðan nemenda. Mikilvægt er að börnunum finnist þau óhult en jafnframt þarf umhverfið að vera uppörvandi. Dæmi um þetta er skólastofan. Umhverfi hennar þarf að veita öryggiskennd, hafa örvandi áhrif á samskipti, efla einbeitingu og eftirtekt. Látlausir, mildir litatónar í bland við sterkari liti henta vel. Náttúruleg gólfefni og loftklæðningar, viðarklæðningar á veggjum og mildir ljósir vegglitir í bland við smærri skærlita fleti í köldum tónum. Ekki ætti síður að vanda lita- og efnisval í umhverfi barna á heimilum. Oft er mikið lagt í vistarverur ung- og smábarna, þótt reyndin sé sú að leiksvæði þeirra tekur frekar mið af hreyfanlegum dótakassa þar sem þau leika sér í návist fullorðinna. Smábarnaherbergið er því fyrst og fremst svefnstaður og rólegt yfirbragð því ákjósanlegast. Þegar börn komast af smábarnaskeiði kjósa þau hins vegar í auknum mæli að dvelja í herbergjum sínum. Herbergið er yfirleitt enn svefnstaður barnsins en á daginn er það leiksvæði. Taka þarf tillit til beggja þátta þegar kemur að litavali. Liti þarf að skoða í samhengi við aðra liti og efni. Ásýnd þeirra og virkni mótast af því. Til dæmis áhrif þeirra á rými. Lítið herbergi sýnist stærra ef loft og gólf eru ljósari en veggirnir. Dekkri litur á lofti dregur hins vegar úr mikilli lofthæð. Hlýir rauðir tónar draga úr stærð herbergja og hjálpa til að gera þau notalegri. Ljósir bláir og grænir litir láta rými hins vegar sýnast stærri. Af hverjum lit eru til fjölmargir litatónar og því er erfitt að alhæfa um tilfinningaleg áhrif. Blár er ekki alltaf kuldalegur og gulur kallar ekki endilega fram sólskinsskap. Samt sem áður hefur hver litur viss einkenni sem valda ákveðnum hughrifum. Mildur grænn litur umlykur, veitir öryggistilfinn- ingu og róar. Of skær grænn litur getur hins vegar verið truflandi. Appelsínugulir litir örva og henta vel þar sem samskipti eiga sér. Þar sem ekki er ætlunin að hafa nein tilfinningaleg áhrif henta hvítir og gráir litir. Þeir eru einnig kjörinn bakgrunnur fyrir sterkari liti. hönnun lifun Marglit veggfóður, mynstraðir borðar og æpandi litir einkenna mörg barna- herbergi. Því miður hafa litirnir allt of sjaldan annan tilgang en að skreyta. Að baki lita- og efnisnotkun í skólum og leikskólum liggja hins vegar oft miklar pælingar arkitekta sem miða að því að skapa börnum hvetjandi umhverfi án þess að draga úr öryggistilfinningu þeirra. Börn og litir E ft ir E ls u Æ va rs d ó tt ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.