Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 10
hugmyndir lifun H – hirslur Það er hægt að skrifa heilan greinaflokk um hirslur og góðar lausnir því sífellt er verið að falast eftir rétta skipulaginu. Ógrynni af dóti fylgir börnum og ef þau sem og þeir sem ganga um dótið vilja hafa umhverfið þægilegt og friðsælt borgar sig að nýta plássið á hagkvæman hátt og skapa skipulögð skilyrði. K – körfur Körfur eru haganlegar hirslur og til í óteljandi útgáfum. Þær eru gjarnan sniðnar með það í huga að koma þeim fyrir á erfiðum stöðum en geta líka komið vel út einar og sér. Það er víst aldrei til nóg af körfunum á heimilinu. L – litir Það er algengur misskilningur að þegar börn vilja hafa herbergin sín litrík þá þurfi að mála þau í áberandi litum. Litirnir í herbergið koma með öllu dót- inu sem þau eiga og fallegt dót nýtur sín betur þegar umgjörðin er hlutlaus. Ef vilji er til er ekki vitlaust að mála einn vegg í lit því auðveldara er að mála yfir hann síðar en heilt herbergi. Með ljósa umgjörð er einnig auðveldara að breyta herberginu og bæta það án þess að fara í miklar endurbætur. M – myndir Myndir eru listaverk og skrautmunir sem hvað reglulegast er skipt út í barnaherbergjum. Gott er að geta komið þeim vel og auðveldlega fyrir án þess að alltaf sé verið að negla eða líma á veggina. N – nýburar Það er ekki margt sem nýburi þarfnast í upphafi ævi sinnar. Friðsæld og ró er þó sennilega eitt það mikilvægasta og þar leikur umhverfið stórt hlutverk. Það er mat foreldranna hvernig fallegt umhverfi fyrir nýburann lítur út en það er gott að hafa í huga, áður en undirbúningur fer úr böndunum, að þarfir barn- anna á þessum mánuðum breyt- ast ótrúlega hratt og þ.a.l. getur umhverfi nýbura, t.d. ef um sérherbergi er að ræða, orðið hálfúrelt á skömmum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.