Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 16
innlit lifun Hverjar hafa þínar áherslur verið hvað varðar herbergin þeirra? „Fyrst og fremst vil ég að herbergi þeirra séu persónuleg og sýni að hluta karakter þeirra og smekk. Auk þess að vera þeim þægileg og veita vellíðan.“ Hvað skyldi haft í huga við hönnun og innréttingar í barnaherbergi að þínu mati? „Öll börn eiga sína uppáhaldsliti, form og efni. Þau eiga að fá að ráða litum, en svo er hægt að stjórna tónum í samræmi við önnur herbergi á heimilinu svo heildin haldist. Það á að hafa hluti sem þau hafa sjálf skapað í kringum þau svo og hluti tengda góðum minningum og góðu fólki. Það á að ýta sem mest undir sköpunarkraft þeirra og láta hann njóta sín í þeirra herbergjum.“ Algeng mistök við innréttingar og skipulag í barnaherbergjum? „Þegar herbergið lítur út eins og mínístofa foreldranna. Þegar foreldrarnir hafa gjörsamlega hannað herbergið eftir eigin smekk og þörfum án tillits til persónuleika barnsins. Oft verða herbergin ofhlaðin og of þröng en börn þurfa rými og gott loft og líður betur í herbergi sem er minna en meira í. Best er að kaupa vandaða og fallega hluti í herbergin, hluti sem maður sér fyrir sér að gangi upp í unglingaherbergi seinna meir. Vanda skal val á gólfefnum og gluggatjöldum. Falleg hönnun borgar sig til langs tíma og skal vanda grunninn og fastar innréttingar en ódýrari húsgögnum og leikföngum má alltaf skipta út. Gott er að endurskoða útlit herbergj- anna einu sinni á ári, t.d. fyrir jól eða á vorin og sjá hvað má fara, hvað vantar og gera andlitslyftingu á sængurfötum, púðaverum og öðrum smáhlutum. Svo þarf að endurskoða málningu og gluggatjöld á 5-6 ára fresti.“ Í næstu tölublöðum Lifunar mun Gulla gefa hagnýt og fagurfræðileg ráð um heimilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.