Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 20
barnaherbergi Herbergi systranna eru eins að lögun en speglast, þau liggja saman og á milli þeirra er fjölskylduaðstaða þar sem unnið er í tölvunni, stundaður lærdómur og fleira. Rennihurðir, með sandblásnu gleri til að birta geti flætt um, skilja herbergin og aðstöðuna að og því nýtist rýmið sérlega vel. Fjölskyldan er ánægð með fyrirkomulagið enda geta fjölskyldumeðlimir eytt fleiri stundum í nálægð hver við annan í leik og starfi. Barnaherbergin eru L-laga og eins innréttuð. Gegnt dyrum er sérsmíðaður skápur með fellihurðum undir fatnað og leikföng – hann er reyndar nánast alltaf hafður opinn því innihaldið er fallegt og setur svip á herbergið. Kristín Birna nær auðveldlega í fötin sín sjálf, hún notar hilluna til að stíga upp á og svo er gjarnan setið í skápnum og dundað. Rúm fellur í rými þar við hliðina og inni í litlu skoti þar á móti er borðplata milli veggja og hillur. Efni innréttinga er eik. Rúm eldri systurinnar er haft í þeirri hæð að dótakassar á hjólum renni þar undir, rúmgafl er sérsmíðaður hjá Ragnari Björnssyni og athygli vekur fallegt og stelpulegt veggfóður og efni í gardínum eftir breska hönnuðinn Triciu Guild hjá Designers Guild sem fæst í versluninni Vef. Systurnar eru harðánægðar með herbergin sín, þeim líður vel þar og þykir gaman að leika og dunda sér. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.