Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 26
lifun innlit Við horfum þá saman á mynd eða leigjum spólu, pöntum stundum pítsu og kaupum nammi.“ Hvað er eldað þegar fjölskyldan vill góðan mat? „Uppáhaldmatur fjölskyldunnar er „racklett“ en það er svissneskur réttur sem ég kynntist árið sem ég bjó í Austurríki. Þá er bakaður ostur á litlum pönnum og skinka, sveppir, paprika og laukur steikt með. Svo eru bakaðar kartöflur og súrar gúrkur bornar fram með þessu. Uppáhaldseftirrétturinn er svo súkkulaði-fondue.“ Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu til að setjast niður og slaka á? „Heima slökum við Finnur helst á í horninu í stofunni þar sem hann sest við píanóið og spilar en ég sest niður með bók. Þegar við slökum á með krökkunum heima fyrir, verður sjónvarpið oft fyrir valinu eða hjónarúmið þar sem lesin er bók fyrir yngri krakkana eða þá að allir skella sér út í pott.“ Hvert fór fjölskyldan í sumarfrí? „Fjölskyldan fór til Austurríkis í hálfan mánuð. Fyrst til Vínar og þaðan var haldið sunnar í Austuríki og yfir til Slóveníu. Þetta var söguleg ferð því foreldrar mínir, systkini þeirra, börn og makar svo og systir pabba og hennar fjölskylda fóru öll héðan og í Austurríki hittum við svo tvær systur pabba og þeirra fjölskyldur og eina systur mína. Þetta var n.k. ættarmót í tilefni þess að afi minn, Viktor Urbancic, hefði orðið 100 ára nú í ágúst. Mæting niðja afa og ömmu var 100% sem var ótrúlegt miðað við að fólk kom frá mörgum löndum. Mjög skemmtileg og óvenjuleg ferð sem mun seint gleymast.“ Þarfasta heimilistækið? „Þvottavélin, ryksugan og uppþvottavélin eru í daglegri notkun og ég fæ áfall í hvert skipti sem eitthvert hik kemur á þessi tæki af ótta við að nú séu þau að gefa sig. Frábæra kaffivélin sem ég fékk í sumar er trúlega það tæki sem einna fyrst er kveikt á á morgnana. Tölvan og sjónvarpið eru einnig þörf og eru tvímælalaust í uppáhaldi heimilis- manna enda notuð af öllum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.