Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 30
lifun innlit Inga Bryndís lýsir heimilinu vel þegar hún kallar það leikvöll fjölskyldunnar þar sem þarfir allra fjölskyldumeðlima eru teknar til greina. Sem dæmi má nefna að eldhúsinnréttingin er eingöngu með skúffum svo börnin geta auðveldlega sótt það sem þau þurfa, herbergi barnanna eru án skápa svo plássið sé meira, heilar plötur eru þvert yfir herbergin og nýtast sem borð og bekkur og allar hirslur undir dót eru sérsmíðaðir kassar sem hægt er að rúlla til og frá. Íbúðin er mjög opin og birta flæðir um allt. Börnin geta alls staðar leikið sér og hafa til þess rými. Hugmyndir Ingu Bryndísar og Birgis ganga út frá því að heimilið sé ein heild – eldhús, borðstofa og arinstofa og að þeirra mati hefur slík heildræn umgjörð allt að segja. Það eru einmitt þær vangaveltur sem þau hafa ávallt gengið út frá þegar kemur að heimilinu en þau eru mikið áhugafólk um hönnun og umhverfi sitt. Íbúðin í Skipholti er enda ekki sú fyrsta sem þau hanna og innrétta, reyndar sú fjórða, en áður hafa þau gert upp tvö hús og íbúð, á Akureyri, í Reykjavík og í Hamborg þar sem þau bjuggu í mörg ár. Það sem heillaði þau við hæðina í Skipholti var að húsið var nýtt. Í fyrsta skipti langaði þau í nýtt húsnæði þar sem þau gætu ráðið öllu og ekki þurft að taka tillit til neins. Einnig hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.