Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 37
lifun U m sj ó n: H al la B ár a G es ts d ó tt ir • L jó sm yn d ir G un na r Sv er ri ss o n Appelsínu- og möndlukaka – frábær og seiðandi eftirréttur – 2 appelsínur 125 g smjör 1 b flórsykur 5 egg 2 b möndlur 1/2 b hveiti 2 tsk lyftiduft Appelsínusíróp: 1 b sykur 2 msk appelsínusafi 1 1/3 b vatn Hitið ofn í 180°. Komið appelsínunum fyrir í potti, látið vatn fljóta yfir þær, hafið lokið á pottinum og sjóðið í 10 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Takið þær úr vatninu, saxið þær niður og fjarlægið steina ef einhverjir eru. Setjið appelsínurnar og allt hráefnið sem fer í kökuna í matvinnsluvél og hrærið þar til úr verður gott deig. Hellið því í smurt, kringlótt bökunarform, 22 cm, og bakið kökuna í klukkustund. Á meðan látið þið hráefnið í sírópið sjóða saman í 5 mínútur. Berið kökuna fram volga, hellið sírópinu yfir hana og berið fram með rjóma. Fyrir 8-10 manns. Sumri er tekið að halla. Búið að grilla mikið og borða kjöt, pylsur og hamborgara. Eftir slíka vertíð segir til sín löngun í eitthvað annað, létt og öðru vísi. Jafnvel í afla sumarsins hjá stangveiðimönnum, silung og lax, annan góðan fisk og spennandi útfærslur. En þó ekki síður ferskar, íslenskar kartöflur, nýja uppskeru. Með sparilegan fisk og kartöflur má til hátíðarbrigða skella í eina góða köku eins og þessa og hafa í eftirmat til að fullkomna stundina við matarborðið. Í matinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.