Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 41
Hunangsleginn lax með kóríander-núðlum 550 g lax 2 msk hunang svartur pipar Núðlur: 200 g núðlur, soðnar skv. leiðbeiningum 1/2 b ferskt kóríander, saxað 1/3 b fersk minta, söxuð 1/3 b fersk basilíka, söxuð 2 eggaldin, rifin niður 1 msk lime-safi 2 msk sojasósa 2 msk hunang Látið renna vel af núðlunum og kælið þær. Hrærið allt hráefnið saman sem á við núðlurnar og blandið saman við þær. Skerið laxinn í 2 cm þykkar sneiðar og smyrjið þær með hunangi og piprið. Steikið á hvorri hlið í 2 mínútur eða þar til hunangið fær á sig gyllingu. Berið laxasneiðarnar fram á núðlunum. Hvítur fiskur í chillí með sætu sítrónusalati 4x200 g hvítur fiskur eftir smekk 2 msk chillí-mauk 2 msk ferskt kóríander, grófsaxað 1 msk sesamolía 1 agúrka, skorin í grófar sneiðar Sítrónusalat: 4 sítrónur, einnig gott að nota lime 1/2 b sykur 1 rauður chillí-piparávöxtur, fræhreinsaður og saxaður smátt 1/2 b fersk minta, söxuð salt og svartur pipar Afhýðið sítrónurnar þannig að einungis kjötið standi eftir og skerið í bita. Hrærið annað hráefni sem á að fara í salatið saman við sítrónubitana. Smyrjið chillí-maukinu á fiskinn og stráið kóríander yfir. Steikið fiskinn í olíu á frekar heitri pönnu í um 2-3 mínútur á hvorri hlið eða eftir smekk. Berið fiskinn fram á agúrkusneiðum ásamt sítrónusalatinu og fersku, grænu salati. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.