Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 44
matur E-ið í stafrófinu ætti eiginlega að vera fyrir eldhús, m-ið fyrir mat og þ-ið fyrir þátttöku því börn hafa ótrúlegan áhuga á því sem fram fer í eldhúsinu og að fá að vera þar með. Baksturinn er sennilega þægilegri í meðförum en eldamennskan og litlar hendur geta bakað ýmislegt klassískt góðgæti fyrir alla aldurshópa með „aðstoð“ fullorðinna. Kökukrem 1 1/2 b púðursykur . 1 tsk sýróp . 5 msk vatn . tappi vanilludropar . 3 eggjahvítur Sjóðið saman púðursykur, sýróp, vatn og vanilludropa og látið blönduna kólna. Stífþeytið eggjahvítur. Hrærið sykurblönduna varlega saman við eggjahvíturnar og smyrjið kreminu á góðan súkkulaðibotn. Hrísbotn 200 g suðusúkkulaði . 1 msk smjör . 5 msk sýróp . 5 b Rice Crispies Bræðið smjör og súkkulaði í potti. Hrærið sýrópið saman við og loks Rice Crispies. Gætið að þess að setja ekki of mikið af því þar sem botninn loðir þá illa saman. Minnkið magnið. Setjið í tertuform sem auðvelt er að ná botn- inum úr og þrýstið örlítið á blönduna. Látið kólna vel áður en botninn er borinn fram. Hann er góður á brúnan eða hvítan botn með bananarjóma eða einungis með þeyttum rjóma með karamellukreminu yfir. Karamella 1/2 l rjómi . 120 g sykur . 2 msk sýróp . 30 g smjör . vanilludropar Sjóðið saman rjóma, sykur og sýróp við vægan hita þar til blandan tekur að þykkna vel. Það tekur um 15-20 mínútur. Takið þá pottinn af hellunni, hrærið smjörið saman við og setjið út í örlítið af vanilludropum. Hellið yfir muffins-kökurnar. Jógúrt-muffins með karamellu 3 egg 2 b sykur 220 g smjör 1 jógúrt með hnetu- og karamellu 2 1/2 b hveiti 1/2 tsk natron 1/2 tsk salt 1 tsk vanilludropar 100 g saxað súkkulaði Hrærið saman egg, sykur og smjör þar til létt og ljóst. Blandið jógúrtinni og þurrefnunum út í og hrærið vel. Setjið í muffins-form og bakið við 200° hita í 15-20 mínútur. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.