Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 5
Útgefandi: Árvakur hf. • Ábyrgðarmaður: Gestur Einarsson • Efnisstýring, hönnun og útlit: Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir, lifun@mbl.is, sími 894 0038 • Aðrir höfundar efnis: Elsa Ævarsdóttir og Guðlaug Halldórsdóttir • Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson • Auglýsingasala: lifunaugl@mbl.is, sími 569 1111 • Tímarit sem fylgir Morgunblaðinu mánaðarlega • Prentun: Prentsmiðja Árvakurs hf. • Upplag: 55.000 eintök • ISSN 1670-3863. Púðarnir á forsíðunni eru eftir Guðlaugu Halldórsdóttur og fást í má mí mó. lifun upplifun Beðist er velvirðingar á því að í síðasta tölublaði Lifunar misfórst að greina frá nafni innanhússarkitektsins Rutar Káradóttur í innliti í tvö stúlknaherbergi en Rut hannaði herbergin og innrétt- ingarnar. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Nú eru árstíðaskipti. Litabreytingar. Við erum meira inni við og viljum hafa það gott heima. Hafa fallegt í kringum okkur og búa okkur og heimilið undir veturinn og myrkrið. Við gerum ýmislegt til að geta slakað á og skapað okkur aðlaðandi umhverfi; skreytum með kertum og lifandi ljósi, fáum okkur eitthvað gott að borða og drekka, horfum á sjónvarpið, lesum, spjöllum við ættingja og vini, leikum við börnin. Flestar þessar athafnir fara fram í því herbergi í húsinu sem á íslensku kallast stofa – frekar ætti það að vera „rými til daglegra athafa“ eða „hið lifandi herbergi“. Þetta herbergi þarfnast stöðugrar athygli og reglu- legrar endurnýjunar, hvort sem hún er stór eða smá í sniðum. Oft nægir að setjast niður og líta í kringum sig. Velta fyrir sér hvort of mikið áreiti sé í umhverfinu; fækka hlutum, endurraða, mála, skipta um gardínur, kaupa fallegan hlut í herbergið, skoða lýsinguna og athuga hvort herbergið bjóði jafnvel upp á leynda mögueika. Hversdagsleiki, skemmtan, friður og ró með Lifun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.