Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 6
lifun snúningsstólar Afturhvarf til fimmta og sjötta áratugarins hefur verið áberandi í húsgagnahönnun undanfarin ár. Gott dæmi eru stólar á snúningsfæti. Eldri hönnun fagnar vinsældum á ný og hús- gagnaframleiðendur keppast við að koma nýjum útgáfum á markað. ... og snúa sér í hring Snúningsstóllinn Shell frá danska húsgagnafyrirtækinu BoConcept. Innx er seljandi á Íslandi. Ítalska fyrirtækið Kartell framleiðir hönnunarvörur úr plasti. Fyrirtækið vinnur með mörgum heimsþekktum hönnuðum, þar á meðal Philippe Starck. Nýjasta hönnun hans fyrir Kartell er stóllinn Ero[S] sem fæst m.a. á snúningsfæti. Stóllinn er fáanlegur í Epal. Ítalski húsgagnaframleiðandinn Cappellini telst til áhrifamestu hönn- unarfyrirtækja í heimi. Snúningsstólar á borð við Rive Droite eftir Patrick Norquet hafa verið áberandi í kynn- ingum fyrirtækisins að undanförnu. Verslunin Gegnum glerið við Ármúla flytur inn vörur frá Cappellini. Svanurinn (1958). Eins og önnur húsgögn Arne Jacobsens var Svanurinn upphaflega ekki hann- aður til fjöldaframleiðslu, heldur sem hluti af heildarmynd byggingar (SAS-hótelið í Kaupmannahöfn). Fritz Hansen er framleiðandi stólsins og fæst hann í Epal. Erla Sólveig Óskarsdóttir húsgagnahönnuður er afkastamikil í stólahönnun. Í takt við tíðarandann eru nýjustu stólar hennar hugsaðir sem snúnings- stólar. Stólana í Kastljósi Ríkissjónvarpsins þekkja flestir og sá allra nýjasti, Smári, var hannaður fyrir Alþingisskálann. Stólarnir eru framleiddir hjá Sóló-húsgögnum. Snúningsstóllinn Skruvsta úr nýjasta bæklingi IKEA sem að venju fylgir fast á hæla hönnunarfyrirtækja í fremstu röð. U m sj ó n: E ls a Æ va rs d ó tt ir in na nh ús sa rk it ek t Heart Cone Chair (1959). Höfundur stólsins er danski arkitektinn og hönnuðurinn Verner Panton og var hann upphaflega hannaður fyrir danskt veitingahús. Væntanlega kemur hann þeim sem nýlega hafa komið í Þjóðleikhúskjallarann kunnuglega fyrir sjónir. Framleiðandi er þýska hús- gagnafyrirtækið Vitra.Pennin hefur umboð fyrir Vitra á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.