Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 8
zen innanhúss Zen er japanskt og vestrænt afbrigði búddatrúar þar sem áhersla er lögð á hugleiðslu. Í Zen felast mikil sannindi sem geta nýst okkur vel í leitinni að hugarró. E ft ir G uð la ug u H al ld ó rs d ó tt ur t ex tíl hö nn uð Oft verða híbýli okkar ofhlaðin hlutum, hver hlutur hefur sína sál og allir menn hafa næmi til að skynja það. Að vera umkringdur hlutum er eins og að vera staddur í verslunarmiðstöð á háannatíma. Til þess að fá ró og hvíld á heimilinu þarf oft að fækka hlutunum. Það er gott að spyrja sig: er lífið minna virði án þessa hlutar? Ef svarið er nei þá fer hann út án eftirsjár. Með því að fjarlægja áreitið í kringum okkur þá skynjum við fegurð þeirra hluta sem eftir standa. Þá skapast einnig rými til að skynja fegurðina í einfaldleikanum, náttúrunni, fegurð morgunsins og söng fuglanna fyrir utan gluggann. Við höfum yfirleitt gott skipulag á hlutunum, fötunum, matnum og heimilinu en þurfum að gefa sálinni meiri gaum. Haustið er rétti tíminn til að rækta sjálfan sig og gott er að byrja á sínu nánasta umhverfi til að öðlast hugarró og styrk. Örvun kemur frá umhverfinu – róin að innan ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 22 51 09 /2 00 3 lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.