Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 19
stofa lifun 1 2 3 4 5 6 Sófar og borð Yfirleitt vill fólk hafa borð við sófa og þykir það eðlilegt. Hugsar hvar eigi annars að leggja frá sér blaðið, glasið eða poppið. Oft eru sófaborð óþörf og mikið pláss skapast við að sleppa þeim og hafa í staðinn við hendina minni borð og færanleg eða innskotsborð. Sófaborð geta samt sem áður sett skemmtilegan svip og útlit þeirra getur gjörbreytt yfirbragði sófa og jafnvel stofu. Sófinn er alls ekki sá sami með glerborði eða pullu, borði úr plexigleri eða dökkum viði. Hér eru 2 sófar og 6 sófaborð. 1. Plexigler – innskotsborð. Tískan í dag og mikið notagildi, nútímalegt. 2. Glerborð – klassískt yfirbragð og skemmtilega hannað. Leyndar hirslur og útstillingastaðir. 3. Terrasso – steinborð í japönskum anda. Lágt og látlaust, einfaldleikinn uppmálaður en þeim mun meira „áberandi”. 4. Sófinn og borðin eru úr Habitat. 4. Pulla – hluti af sófa en samt stök eining. Mikið notagildi en hefur allt annað yfirbragð en sófaborð. 5. Dökkt og langt – tímalaust útlit og stílhreinar línur. Hönnun sótt til 7. áratugarins en færð til dagsins í dag með nútímalegu efnisvali. 6. Tekk – óformlegt og gróft yfirbragð í austurlenskum anda. Nýlendustíll. 4. Sófinn og borðin eru úr Tekk-Company.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.