Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 34
innlit dökkgráum náttúrusteini á gólfin, sem er ekki hluti af upprunalegu út- liti, en okkur finnst þetta koma vel út. Þegar við endurnýjuðum kjall- arann notuðum við linoleum-dúk á gólfin í stað flísa sem höfðu senni- lega verið lagðar um 1980. Okkur fannst það efni eiga vel við.“ Var heimilið og hönnun áhugamál áður en þið keyptuð húsið? „Við höfum haft áhuga á þessum málum nokkuð lengi, við höfum áður endurnýjað hæð við Flókagötu, þar sem við vorum líka að velta fyrir okkur hvernig væri hægt að endurnýja íbúðina í anda hönnunarinnar, sem var að mestu frá 1942.“ Hvað er einstakt við Sigvalda-hús að ykkar mati og hvað er sérstakt við ykkar hús? „Við erum auðvitað ekki sérfræðingar um hönnun og byggingarlist en það sem leikmaðurinn tekur fyrst eftir og þekkir víða um bæinn eru flötu þökin og guli, blái og hvíti liturinn. Einnig virðast húsin yfirleitt vera hrein og klár í forminu og lítið um bogadregnar línur. Þegar maður kemur inn eru yfirleitt lítil svefnherbergi en stærri sameiginleg rými og allt pláss nýtt mjög vel. Þetta hús er eldra en þessi þekktu hús Sigvalda og er úr timbri, með hallandi þökum. Það eru fleiri litir hér en víða í húsum hans, brúnn, gulur, steingrár, grænn, blár, ljósgrár og hvítur. Okkar hús nýtur þeirrar sérstöðu að vera umlukt miklum gróðri og það hæfir þessu litskrúðuga timburhúsi vel.“ Heillar þessi tími ykkur í hönnun og arkitektúr og hvers vegna? „Já, þetta eru bæði einföld form og skipulagið gott, en einnig er mikil mýkt og skemmtilegir litir sem lífga upp á hönnun frá þessum tíma. Þetta er sígildur stíll sem maður verður ekki leiður á. Efni eru venjulega afar góð, bæði í innréttingum og húsgögnum, en við höldum sérstak- lega upp á húsgögn frá þessum sama tíma og höfðum raunar eignast þau flest áður en við keyptum húsið. Þau passa náttúrulega vel hér inn og okkur fannst, þegar við gengum um húsið í fyrsta skiptið, eins og við hefðum haft nákvæmlega þetta hús í huga í öllu okkar húsgagnavali.“ Hafið þið leitast við að halda í upphaflegar innréttingar, láta smíða nýtt í anda þess upphaflega, og veljið þið húsgögn í anda hússins? „Við höfum haldið upphaflegum innréttingum eins og hægt er, það eru t.d. upprunalegir fataskápar í húsinu, en eldhúsinnréttingin er frá UNO lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.