Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 6
lifun U m sj ó n: E ls a Æ va rs d ó tt ir in na nh ús sa rk it ek t hönnun Hugmyndafræði nútímaeldhússins snýst um samveru og samvinnu. Matargerð er í tísku, mikilvægi þess að borða reglulega í hávegum haft. Fyrirtæki sem gefa tóninn í hönnun eldhúsinnréttinga taka mið af tíðarandanum og leitast við að gera matarástinni hátt undir höfði. Útlit og skipulag taka vissulega mið af hefðbundinni notkun eldhússins, svo sem geymsluplássi, undirbúningi og eldamennsku. En eldhúsið er ekki síður griðastaður þar sem safnast er saman til að njóta þess að elda og matast saman. Ánægjulegt að elda og borða saman Ítalska fyrirtækið Arclinea (stofnað 1925) er meðal fremstu framleiðenda eldhúsinnrétt- inga. Undir handleiðslu Antonio Citterio, sem er margverðlaunaður ítalskur arkitekt og hönnuður, hefur fyrirtækið skapað sér ímynd sem byggist á hugmyndinni um ánægjulega samveru við matarborðið. Eldhúsið er ekki aðeins miðpunktur heimilisins, heldur er leitast við að gera það að mest spennandi rými hússins. Nýjung hjá fyrirtækinu er einnig svokallað „eldhús í eldhúsinu“, þ.e. afmörkuð eldhúseining sem hægt er að opna og loka að vild með rennihurðum og stendur líkt og risastór skápur í opnu (eldhús)rými og skiptir því upp. Margir nafntogaðir hönnuðir, m.a. áðurnefndur Citterio, koma við sögu hjá ítalska fram- leiðandanum Boffi. Fyrirtækið er þekktast fyrir hágæða eldhúsinnréttingar þótt ýmislegt annað sé framleitt þar, svo sem baðvörur. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1934 en í upphafi fimmta áratugarins hófust nýstárlegar tilraunir þess á sviði hönnunar og fram- leiðslu. Upp frá því hefur framsækin hönnun og hámarksgæði skipað Boffi í flokk braut- ryðjenda í hönnun eldhúsinnréttinga. Fyrirtækið er einnig talið vera frumkvöðull í að skapa tísku í eldhúsum. Hönnun frá Boffi má finna á söfnum á borð við Museum of Modern Art í New York og Louvre í París. Allt frá árinu 1892 hefur það verið markmið þýska fyrirtækisins Poggenpohl að þróa eld- húsið til betri vegar. Fyrirtækið er í dag einn þekktasti eldhúsframleiðandi í heimi og saga þess endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa á lífsháttum og matarvenjum í Evrópu. Hugmyndafræði fyrirtækisins hefur að sama skapi breyst. Nú er lögð áhersla á eldhúsið sem lifandi rými og að umhverfið samræmist persónuleika íbúanna. Poggenpohl býður fjölbreytt úrval innréttinga sem höfða til ólíkra einstaklinga. Fyrirtækið gerir gæðum í fram- leiðslu hátt undir höfði og lítur á eldhúsinnréttingu sem lífstíðareign. Poggenpohl hefur einnig unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun. Þótt gæði og góð vinnuskilyrði skipi einnig stóran sess hjá þýska eldhúsfyrirtækinu Bulthaup (stofnað 1949) er hugmyndafræði þess á heimspekilegri nótum. Matarmenning er fyrirtækinu hugleikin. Á áttunda áratugnum var ofurtrú á tæknilausnir og örbylgju á undanhaldi. Áhugi almennings á matargerð jókst og Bulthaup gerðist brautryðjandi í nýrri hugmyndafræði fyrir eldhúsið: Að eldhúsið ýti undir menningarlegar athafnir, þ.e. skap- andi eldamennsku og notalegt borðhald. Með þetta að leiðarljósi hefur Bulthaup kynnt ýmsar nýjungar á undanförnum áratugum, m.a. hreyfanlegar einingar sem ekki eru vegg- fastar, hugmynd sem síðan hefur náð fótfestu og er nú í boði hjá fjölmörgum innréttinga- framleiðendum. Bulthaup hefur að markmiði að hlaupa ekki um of á eftir tískusveiflum, heldur að skapa tímalausa hönnun. Samkvæmt kenningum Bulthaup mun þróunin áfram verða á þann veg að fólk eldi meira sjálft í stað þess að fara á veitingahús, leggi meira upp úr umhverfisvænu efnisvali og hráefni, og síðast en ekki síst, gefi hollustu og nautn meiri gaum. Arclinea Bulthaup Boffi Poggenpohl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.