Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 8
lifun Laufblöðin falla ... Þegar laufblöðin falla þá er gott að tína þau og nýta innandyra til þess að draga haustið á langinn áður en veturinn gengur í garð. Laufblöð, sérhvert þeirra einstök sköpun og engin tvö eins. Þau eru oftast samhverf og falleg og litatónarnir nánast óendanlegir. Hér eru nokkrar hugmyndir að laufblöðum í skreytingar. Að lokum má minna á það að nú fást í blómabúðunum fallegir og náttúrulegir kransar úr laufblöðum sem upplagt er að hengja upp í loft eða á vegg í borðstofunni eða stofunni. Kveikja á kertum og njóta haustsins og komandi vetrar með yndislegri aðventu og allri róman- tíkinni sem henni fylgir. Eftir Guðlaugu Halldórsdóttur textílhönnuð, eiganda má mí mó haust Laufblöð sem borðskraut: Það má útfæra á ótal vegu, en hér hef ég lagt þau snyrtilega á borðið og klippt út stór laufblöð í grænan og bleikan silkipappír til að kalla fram litina í leir- tauinu og fá bjartari liti með á borðið. Gaman er að skreyta matar- og tertuföt með laufblöðum. Þessi eikarblöð eru inn- flutt og fást í Blómabúðinni hjá Hlín í Mosfellsbæ. Ef nóg er til af leirtauinu er gaman að byggja upp skúlptúr og leifa hugmyndafluginu að njóta sín, gætið þess þó að jafnvægið sé gott svo ekkert brotni. Þá má tína stór laufblöð og pressa þau t.d. í stórri bók. Síðan eru þau úðuð silfurlit og víruð við breiðan vír, sem fæst t.d. í IKEA eða verk- færabúðum. Þetta er svo strengt upp á vegg eða í glugga. Fallegt er að setja ljósaseríu í skál með laufblöðum og láta ljósið gægjast upp á milli lauf- blaðanna. Einnig er hægt að gera þetta með mosa og allar tegundir af seríum eru nýtan- legar. Annað skemmtilegt í hauststemmningunni er að strengja upp ljósaseríu og víra laufblöð á milli ljósanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.