Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 30
innlit Guðrún og eiginmaður hennar, Gísli Steinar Gíslason, búa á Seltjarnarnesi ásamt börnum sínum þremur, Ómari, Nínu og Tinnu. Einföld orð hennar um nánasta umhverfi fjölskyldunnar lýsa heimilinu vel en fela það kannski ekki alveg í sér hve heimilið er fallegt og vel hugað að ánægjulegum myndum fyrir augað – myndum sem eru vel hugsaðar uppstillingar hluta og myndum sem eru málverkin hennar. Þau setja nefnilega mikinn svip og gera enn meira fyrir þann stíl sem Guðrún sækist eftir heima við. Það verður að byrja á að spyrja hana um myndlistina, sem hún tengir áhuga sínum frá barnæsku á fallegu umhverfi, og áhuga sem hún fór ekki að virkja fyrir alvöru fyrr en fyrir rúmlega 2 árum. „Ég teiknaði ofsalega mikið sem barn en síðan kom kafli í lífi mínu þar sem ekkert gerðist. Þegar yngsta barnið mitt fór á leikskóla fór ég að taka fram skissur og hugmyndir sem ég hafði safnað og velja liti og þemu sem ég hafði áhuga á. Ljóst litaval og litlar uppstillingar henta mér og ég mála eingöngu myndir sem mér þykja fallegar og ég vil hafa heima hjá mér.“ Ættingjar og vinir fóru strax að biðja um málverk eftir hana, þau spurðust út og fljótlega var svo komið að hún var farin að mála fyrir aðra en sjálfa sig. Nú prýða málverk eftir hana önnur heimili! lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.