Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 34
lifun innlit Hver er besti staðurinn á heimilinu? „Eldhúsið, þar gerist einhvern veg- inn allt. Fjölskyldan er saman, borðar, litar, lærir, spilar.“ Uppáhaldsheimilistækið? „Þvottavélin en það þægilegasta er uppþvottavélin.“ Hvaða heimilistækis vildir þú ekki vera án? „Töfrasprotans, ég nota hann rosalega mikið.“ Bestu litirnir? „Svart. Hvítt.“ Hvar vildir þú búa með fjölskyldunni ef ekki á Íslandi? „Á Ítalíu. Fegurð. Góður matur. Þægilegt loftslag.“ Áttu góð ráð við að innrétta fallegt heimili? „Að vera praktískur ef börn eru annars vegar og hafa hlutina auðvelda í þrifum og þægilega í umgengni.“ Hvaða hlut ertu ánægðust með á heimilinu? „Píanóið.“ Uppáhaldslistamenn? „Sigtryggur Baldursson er frábær og magnaður. Ég er einnig hrifin af verkum Söru Vilbergs og Lísbetar Sveinsdóttur.“ Besti tími dagsins? „Matartíminn. Þá er fjölskyldan saman.“ Uppáhaldsmatur fjölskyldunnar? „Svo margt. Ef eitt skal nefna þá er það indverskur matur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.