Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 40
lifun Grillið eggaldin í um 20 mínútur undir heitu grilli og paprikurnar í um 12 mínútur eða þar til grænmetið er grillað allan hringinn. Kælið og afhýðið paprikurnar, gott að setja þær í lokað ílát og látið þær kólna þar því þá er auðveldara að ná hýðinu af. Skerið eggaldinið í tvennt og skafið innan úr því með skeið. Hitið olíu í potti og mýkið sneiddan vor- laukinn. Setjið þá allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið eða í pott og notið töfrasprota. Súpuna má bera fram kalda eða heita með sýrðum rjóma og fersku kóríander. (fyrir 6) Tómat-, eggaldin- og paprikusúpa með appelsínu- og lime-safa 1 eggaldin, grillað 2 rauðar paprikur, grillaðar 3 msk olía 1 búnt vorlaukar, skornir í sneiðar 1 dós niðursoðnir tómatar 5 dl kjúklingasoð 3 msk ferskur appelsínusafi 3 msk ferskur lime-safi 1 msk sykur salt og svartur pipar ferskt kóríander, saxað Setjið fennelið í ofnskúffu með skurðarhliðina upp. Raðið geitaostinum ofan á, dreypið olíu og timíani yfir. Piprið. Grillið í 5 mínútur eða þar til fennelið hefur mýkst upp en er samt örlítið stinnt. Berið fram á salat- og tómatabeði með balsamediki og olíu. (fyrir 4) Grillað fennelsalat með geitaosti 4 fersk fennel, skorin í tvennt 150 g geitaostur, í sneiðum 1 msk ferskt timían ólífuolía svartur pipar gott salat tómatar í sneiðum balsamedik matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.