Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 6
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 28 87 11 /2 00 3 lifun fyrir og eftir Doppur í nokkrum litum geta sett mikinn svip á auðan vegg. Í þessu tilfelli er enginn rúmgafl, herbergið virkaði frekar tómlegt og eittvað vantaði í augnhæð. Þessi lausn er einföld og ódýr og flestir geta framkvæmt þetta sjálfir. Doppur á vegg Ákveðið hvaða form þið viljið nota, hring, ferning, sporöskjulag eða annað. Ákveðið hversu stórt svæði á að skreyta. Teiknið upp formin í réttri stærð á pappír. Klippið út formin, eins mörg og þið þurfið. Raðið þeim upp, og límið á vegginn með málningar- teipi og látið límið vera einungis á bakvið. Strikið útlínur eftir forminu. Takið formin niður og málið inn í formin með pensli og takið ykkur góðan tíma og gerið þetta vel. Ef þið hafið aðgang að myndvarpa er mjög þægilegt að prenta formin á glæru, lýsa á vegginn og strika eftir þeim. Doppurnar eru málaðar með Bett 10 frá Slippfélaginu og litirnir eru: Orange S0580-Y40R Brúnn S5030-Y60R Túrkisblár S5030-Y60R Önnur góð litasamsetning: Gulur S1080-Y10R Grænn S3060-G70Y Brúnn S5030-Y60R Umsjón Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður, má mí mó Rúmteppi og náttborð er úr Habitat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.