Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 12
innlit Hvað hafið þið búið lengi á Krabbastíg? „Í fimm ár.“ Hvað heillaði við þessa íbúð? „Fyrir utan fallegt útsýni, góða staðsetningu og að íbúðinni fylgdi garður, var þetta okkar fyrsta íbúð og á því verði sem hentaði okkur þá.“ Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu? „Fyrir framan snarkandi kamínuna þegar úti er stórhríð, annars eldhúsið og púðasófinn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Hugsa um allt sem ég á eftir að gera, rölti svo fram í eldhús og hita mér góðan cappucino.“ Hvernig er fullkominn dagur heima við? „Að liggja undir teppi með spennusögu, kveikt á helling af kertum og góð tónlist. Borða síðan klikkaðan mat sem ég elda sjálf og ekki verra að fá óvænta heimsókn.“ Hvernig lýsir þú eigin stíl? „Blanda af rómantískum og „shabby chic“.“ Skreytir þú heimilið með eigin listmunum? „Stundum eitthvað lítils háttar en skreyti því meira með verkum eftir vini mína sem margir eru listamenn.“ Uppáhaldsjólaskrautið? „Tveir hlutir frá ömmum mínum og öfum. Gömul upplýst kirkja með spiladós frá ömmu og afa á Reynivöllum og lítil jata frá ömmu og afa í Noregi sem ég fékk í jólagjöf sem stelpa.“ lifun ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 22 84 2 11 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.