Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 21
innlit lifun Hitið mjólkina og smjörlíkið í potti (ekki of mikið) þar til smjörlíkið er bráðið. Setjið salt, sykur, egg og saffran út í (ef þið notið þræði þurfa þeir svolítinn tíma til að gefa lit og bragð og svo þarf að sigta mjólkurblönduna áður en þið setjið hana út í hveitið). Ef þið notið pressuger fer það að sjálfsögðu út í þessa blöndu. Annars blandið þið þurrgerinu út í 750 g af hveitinu, hellið mjólkurblöndunni út í og hnoðið svo eins miklu hveiti upp í og ykkur finnst þurfa. Þetta á að vera frekar mjúkt deig. Látið hefast á volgum stað í um 40 mínútur. Sláið niður og mótið bollur (30–40 stk.), penslið með eggi og skreytið með rúsínum eða kúrennum. Bakið við 225°C í 5–10 mínútur. 50 g ger, eða eitt bréf af þurrgeri 150–200 g smjörlíki 5 dl mjólk 1 g saffran 1/2 tsk salt 1 1/2–2 dl sykur 1 egg 750–1000 g hveiti Aðalbjörg var að baka saffranbollur þegar myndirnar voru teknar. Ilmurinn var frábær og uppskriftin fylgir hér með. Hún kemur frá Önnu mágkonu Aðalbjargar sem býr í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.