Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 29
innlit lifun Hildigunnur og Rafn sig við óþarfa dót og voru vandlát á það sem þau völdu að hafa í kringum sig. Húsnæðið í Grafarholtinu var hrátt og aðeins kassi með útveggjum þegar þau skoðuðu það fyrst. Þau heilluðust strax. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja og einstakt frelsi gafst til að útbúa draumaheimilið. Eftir vangaveltur yfir teikningum gerðu Hildigunnur og Rafn breytingar á fyrirfram ákveðnu skipulagi íbúðarinnar. Þau ákváðu t.d. að nýta bílskúrinn undir annað en bílinn eða inngang og geymslupláss og koma sér vel fyrir hvað varðar vinnuaðstöðu en þau vinna bæði heima. Yfirbragð heimilisins er ljóst og segist Hildigunnur enda vera í ljósu deildinni. Hún lítur svo á að stíll hennar einkennist af framtíðarsýn og heimili hennar og Rafns beri keim af því. Áhugi á nútímalist kemur þar í ljós en eitt það fyrsta sem maður rekur augun í á heimilinu er einstakt glerlistaverk á vegg eftir lista- konuna Rögnu Róbertsdóttur. Hildigunnur leitaði til Rutar Káradóttur innanhúss- arkitekts með innanhússhönnun og hönnun innrétt- inga en hafði þá þegar ákveðið hvaða útlit og yfir- bragð hún vildi sem og efnisval. Hvítt og slétt skyldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.