Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 34
lifun jólaborð Þegar kemur að því að skreyta hátíðarborðið er gott að ákveða fyrst hvaða liti skal nota og mikilvægt er að þeir falli vel við matarstellið og dúkinn sem nota á. Síðan er að hugsa hvað sé til í þessum litum á heimilinu. Tíndu til í huganum það sem til er í þessum litum og prófaðu hvort hægt sé að nota það saman. Athugaðu svo hverju þurfi að bæta við. Mikilvægt er að vera hagsýnn, kaupa hluti sem nýtast áfram og eru tímalausir og klassískir. Ef vel er farið með liti – best er að nota tvo, í mesta lagi þrjá – þá ætti þetta ekki að klikka. Rauður, grænn og hvítur eru klassískir jólalitir ásamt silfri og gulli og ef þeir eru notaðir er óhjákvæmilegt að borðið verði jólalegt. Fersk blóm og jólaseríur setja alltaf punktinn yfir i-ið en gætið þess alltaf að ofskreyta ekki og hikið ekki við að prófa ykkur áfram. Gleðileg jól! Matarstellið, kertastjakar, diskamottur, servíettur, sushiprjónar, glös og kerti eru úr Habitat. Sushi er frá Maru. Jólatrén á diskunum eru útskorin úr paprikum. Sítrónur með negulnöglum gefa jólailm. Gul glös eru frá Þorsteini Bergmann. Umsjón Guðlaug Halldórsdóttir, má mí mó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.