Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 40
lifun 2 bollar hveiti 1 1/2 tsk þurrger 1/2 b volg mjólk 1 tsk vanilludropar 3 msk sykur 2 eggjarauður 125 g mjúkt smjör 8 stk af um 15 g súkkulaðimolum Setjið hveiti og ger í hrærivélarskál og volga mjólk, vanilludropa og sykur í aðra skál. Hellið vökvanum í skálina ásamt eggja- rauðunum og hrærið vel, notið krókinn á hrærivélinni. Hnoðið deigið í vélinni í mjúka kúlu og myljið smjörið smám saman út í á meðan. Takið deigið úr skálinni og hnoðið aðeins á hveitistráðu borði. Látið deigið hefast í 1 1/2 til 2 klukkustundir eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið því þá í 8 hluta. Fletjið hvern og einn út í hönd- unum. Setjið súkkulaðimola í miðjuna og hnoðið deigið í kúlu. Komið fyrir í smurðu formi, eða eldföstu litlu glasi, og látið hefast í klukkustund. Bakið við 180 gráður í 15–20 mínútur. Berið fram heitt. (8 stk.) 150 g hveiti 25 g flórsykur örlítið salt 2 egg 3 dl mjólk 6 msk rjómi smjör á pönnuna Blandið þurrefnunum saman, hrærið eggin út í og þá mjólkina. Þegar blandan er kekkjalaus er rjóminn settur saman við og deigið látið standa í a.m.k. klukkustund áður en bakaðar eru pönnukökur. (12 stk.) appelsínukrem: 3 eggjarauður 75 g flórsykur 20 g hveiti 250 ml mjólk 1/2 vanillustöng örlítið smjör fínrifinn börkur og safi úr tveimur appelsínum Hrærið eggjarauðurnar saman við 1/3 af sykrinum, stráið hveitinu yfir og blandið vel. Hitið mjólkina að suðu ásamt afganginum af sykrinum og vanillustönginni. Skafið vanillufræin þá út í mjólkina. Hellið 1/3 af heitri mjólkinni út í eggjablönduna og hrærið í á meðan. Hellið bllöndunni út í mjólkina í pottinum, látið suðuna koma upp og hrærið í á meðan. Leyfið þessu að malla í 2 mínútur. Sjóðið saman appelsínusafa og börk þar til vökvinn hefur soðið niður um helming. Hellið út í kremið og hrærið. Smyrjið á pönnukökurnar og rúllið þeim upp. Setjið í ofnskúffu og stráið perlusykri yfir. Hitið undir grilli þar til sykurinn bráðnar. súkkulaðibollur appelsínupönnukökur að morgni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.