Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 44
lifun 12–14 sneiðar hráskinka 400 g svínalundir 1 epli, sneitt 2 msk olía svartur pipar kartöflumús: kartöflur rjómi smjör salt, pipar og múskat hvítlaukur Steikið lundirnar létt á pönnu til að loka kjötinu. Vefjið hráskinkuna utan um kjötið. Leggið eplasneiðarnar í eldfast mót og kjötið ofan á þær. Dreypið olíu yfir og piprið. Bakið við 220 gráður í 12–15 mínútur. Stappið soðnar kartöflur og hrærið upp með rjóma og smjöri þar til músin er flauelsmjúk. Kryddið með salti, pipar og múskati. Þarna verður magn að fara eftir smekk. Skerið heilan hvítlauk þvert á rifin, hellið ólífuolíu yfir laukinn, þekið hann með álpappír og bakið í ofni í 30 mínútur eða þar til hann er vel mjúkur. Kreistið þá hvít- laukinn úr hýðinu, hrærið saman við músina (uppskrift af kjöti fyrir 2). Músin er góð með ýmsum kjötréttum. 500 g blaðlaukur, sneiddur fínt 50 g smjör 1 sítróna, safi og fínrifinn börkur 2 msk graslaukur, fínt saxaður 1 dl rjómi eða sýrður rjómi salt og pipar Skáskerið blaðlaukinn vandlega niður og mýkið í smjöri á pönnu. Bætið graslauknum saman við og mýkið. Takið pönnuna af hitanum og setjið sítrónubörk og safa út í ásamt rjómanum. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með kjötinu. Gott sem sósa og auka má magn rjómans. 500 g gulrætur 50 g smjör 1 appelsína, safi og fínrifinn börkur 1 msk fersk steinselja, söxuð Skerið gulræturnar í langar og mjóar ræmur. Mýkið í smjöri á pönnu þar til þær eru mjúkar undir tönn. Hrærið appel- sínusafa og börk út í og stráið steinseljunni yfir. Berið fram heitt með kjötinu. vafin svínalund á eplabeði hvítlaukskartöflumús, blaðlaukur í rjóma, gulrætur með appelsínu að kvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.