Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.2003, Blaðsíða 46
lifun 150 g hveiti 100 g smjör 1 egg 200 g emmenthaler-ostur, rifinn fylling: 1 stór laukur, fínt saxaður smjör til steikingar 100 g hráskinka, fínt skorin 100 g emmenthaler-ostur, rifinn Myljið mjúkt smjörið út í hveitið og hnoðið saman. Bætið við osti og eggi. Hnoðið vel og kælið deigið á meðan fyllingin er búin til. Mýkið laukinn í smjöri á pönnu ásamt hráskinkunni. Fletjið deigið þá út, um 15x40 cm, og dreifið blöndunni yfir miðju þess og ostinum þar yfir. Lokið deiginu inn að miðju sem og fyrir endana. Bakið við 200 gráður í um 20 mínútur. 50 g ger 6 dl vatn 2 msk ólífuolía 1 msk salt 1 msk þurrkað timían 1 kg hveiti Leysið gerið upp í volgu vatninu og hellið olíu, salti og timían út í. Látið timíanið aðeins bólgna út áður en hveitið er hnoðað út í blönduna. Gott að hnoða deigið í 3–4 mínútur. Látið hefast í 30 mínútur. Sláið þá deigið niður og hnoðið úr því kúlu. Leggið ferska timíankvista í vel smurt, hátt eldfast mót. Leggið deigið þar ofan á. Látið hefast aftur í 15–20 mínútur og penslið þá með mjólk eða vatni. Bakið við 180 gráður í klukkustund. fyllt brauð með hráskinku timíanbrauð brauðið með matnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.